Ég er ógeðslega þreytt! Frumburinn er með ljós lífs síns hjá sér í heimsókn. Pilturinn er afskaplega elskulegur og ég kann rosalega vel við hann á allann hátt. Ekki minnst vegna þess hvað hann gerir hana hamingjusama. Eeeeen, hann er alveg eins og hún nætur ugla dauðans sem gerir þau ansi spræk yfir blá nóttina. Það er spjallað og hlegið, horft á sjónvarp og hlustað á músík, farið út í labbitúra og hitaður matur. Já það er bara stöðugt brölt alla fjandans nóttina. Gott ef þau færa ekki húsgögnin líka. Alla vega reyni ég að vaka til 01.00 að minsta kosti svo ég sé nú örugglega alveg dauðþreytt og sofni þrátt fyrir lætin. Og svo vaknar maður við matseld og vapp um húsið nokkrum sinnum og fer svo grút myglaður á fætur uppúr sex.
Ég má nú bara ekki missa svona mikinn svefn. Guði sé lof og dýrð að ég er í fríi á morgun og get sofið út. Það dettur nefnilega allt í dúna logn uppúr fimm á morgnana. Enda þá að koma morgun og svefn tími fyrir unglinga. Aumingja eiginn maðurinn elskulegur sem á eftir heila svona vinnu viku.
Næstu helgi halda þau svo heim til hans og halda hans fjölskyldu vakandi á næturnar. Þá getum við sofið heima hjá okkur. Sem betur fer voru þau hjá honum meðan Moli og dúllu dúskur voru í heimsókn því Mola hefði ekki verið skemmt. Hlusta á þau alveg þangað til Dúllus vaknar um sex, nei það hefði ekki verið ú je!
Ég hata veðrið hér, heitt eins og í helvíti með hita skúrum og þrumuveðri. Kannski hefur einhver gaman af þessu en það er þá ekki ég.
Man ekki eftir fleiru til að væla yfir svo ég er bara hætt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Já ég kynni nú ekki að meta þessa unglinga! Af hverju þurfa unglingar alltaf að snúa sólarhringnum við???
Þetta er góð spurning en þú getur ekki fengið svar við henni.
Post a Comment