Monday, July 28, 2008

Ferðafólkið.....

Er nú komið heim til sín heil og húfi. Ég fór sama labbitúr í gær sem við fórum saman nokkur kvöld og saknaði þeirra mjög mikið. Túrinn er upp að klobbavegi, fram hjá búðinni, niður hjá maffíu húsinu. Áfram fram hjá Molakoti (pakkið er þar enn) og svo gegnum skógin og heim. Voðalega sorglegt að labba þetta ein með hundunum.

Hingaðtil er ég búin að finna sokkapar í stærð 20 og samfellu Dúllu dúskur á þetta náttúrlega enda sá eini sem kemst í þetta. En ég bíð með að senda þetta ef ske kynni að ég finni einhvað meira.

Nú vinn ég í rúma viku eða til 6 ágúst og svo fer ég í smá frí með Habby minni. Hlakka mikið til að sjá hana. Fer til mömmu eftir vinnu þriðjudaginn 5 ágúst og sæki svo krúttuna mína í Malmö á miðvikudaginn. Verst bara hvað hún er mikil hollustu skotta.... verð að hafa eintómann hollann mat, en það getur verið að ég hafi gott af því bara. (Efins!)

1 comment:

Anna Stína said...

já ég biðst afsökunar á því að hafa farið,dauðsé eftir því! Miss u too!!!
Og takk fyrir okkur elsku skoffinið mitt!