sef ég ekki! Ég sef bara engum svefni. Tókst að sofna seint um síðar þegar unglinga hyskið fór að horfa á mynd og þagði í smá stund. Um 2 var matartími. Kötturinn vildi fara út um 3 og svo vaknaði ég við hlátrasköll frumburans að verða 5 Þá hringdi pabbi hennar úr gemsanum sínum í gemsann hennar og spurði hvort hún hefði heyrt talað um tillitsemi. Veit ekki hverju var svarað en við náðum að sofa einhvað smá í viðbót alla vega.
Ég get ekki beðið eftir að losna við þau. Búin að panta lestarmiða á laugardaginn og mun svo selja húsið og flytja áður en þau koma til baka. Ef ég er heppin og læt hvergi skrá mig þá finnur hún mig ekki.
Nei ég segi svona. Sel nú kannski ekki húsið, skipti bara um lás.
Nú er stutt í Hröbbu krútt. Hún ætlar að færa mér vænann reyktan sauð, og þá getum við einka sonurinn kjamsað á honum ásamt uppstúf og karteflum. Nammi gott.
Það er sami viðurstyggðar hitinn hér en þessu á víst að linna um helgina. Vona samt að æskuvinkonan fá gott (þó ekki of heitt) veður. Þá verður nefnilega farið í skógar labbitúra útum allar trissur. Ekki minnst hundarin munu njóta þess í botn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Njóttu frísins frá unglingaskrímslunum! Geta þau ekki bara verið hjá foreldrum hans alltaf? Þú getur svo bara heimsótt þau þegar þú vilt!
Frumburinn ætlaði nú barasta ekki að fara í gær og er búin að hóta mér með að koma heim í síðasta lagi á þriðjudag ha. Ég kann ekki að meta svona hótannir. Held samt að hún sé kannski búin að skipta um skoðun.
Post a Comment