Var að koma úr þvottahúsinu (að venju) Þetta er hobby (Sennilega). Rak augun í stórann bakpoka sem ég á. Ég fór með hann í útilegu til Finnlands einu sinni. Eftir þá ferð hefur hann aðallega verið notaður af syni mínum. Ég fæ hroll þegar ég sé þennann bakpoka. Hrollurinn kemur vegna þess að í öll þessi skipti sem pínu agna litli sonur minn hefur notað hann hefur hann verið á leið í skólaferðalag. Honum hefur alltaf þótt gaman í þessum ferðalögum svo það er ekki þess vegna sem ég fæ hroll.
Ég fæ hroll vegna þess að ég var ekki skólaferðalags típan og var svo geðveikislega hrædd um að mínum börnum ekki liði vel í sínum ferðum. Mér fannst hryllingur að hjálpa þeim að pakka. Hryllingur að þau færu. Hryllingur að ekki geta farið á eftir þeim og verið einhverstaðar mjög nálægt til að bjarga þeim ef einhver væri vondur við þau. Eða bara að ekki vera á staðnum til að taka þau með mér þaðan ef þau vildu ekki vera þarna.
Ekki skilja mig rangt. Ég lét þau aldrei fatta þetta. Ég var alltaf mjög jákvæð. Fékk þau oft til að fara þó þau væru að spá í hvort það væri ekki betra að vera heima. En mér þótti alltaf best að börnin mín væru heima. Börn eru oft pest og pína, rífast, andskotast, garga og eru bara alment ömurleg. En ef þau eru að heiman þá eru þau svona án þess að maður sé hjá þeim til að geta verið góður við þau þegar enginn annar megnar að vera það.
Og svo aftur að mér.... því ég er bloggarinn.... bygones.... aftur að mér. Ég fór í skólaferðalög nokkrum sinnum. En það var með skóladagheimilinu mínu, ég var 7 og 8 ára, held að ég hafi farið tvisvar. Er samt ekki viss. Getur verið ein ferð sem er orðin rugluð í minninu. Það var samt gaman, ég man það. En þetta endaði ekki vel.
Ég átti bangsa þegar ég var lítil. Á hann reyndar einhverstaðar enn. Alla vega þá var hann með í þessari ferð. Hann var með því það var ekki fræðilegur möguleiki á að ég gæti sofið án hans. Þegar heimferðar dagurinn kom var einhvað í gangi sem ég fattaði ekki. Þegar ég var að pakka, spurði stelpan sem var með mér í herbergi hvort ég vildi ekki frekar hafa bangsann með í rútunni svo hann gæti séð út um gluggann. Þetta fannst mér góð hugmynd, þó bangsi væri vanur að vera alltaf bara með þegar ég svaf.
Þegar ég var búin að pakka og leggja bangsa ofan á töskuna var kominn tími til að fara niður og borða hádegismat. Eftir matinn gékk ég upp í herbergi og þá var bangsi horfinn. Enginn vissi neitt, sérstaklega ekki stelpan sem hafði komið öllu af stað.
Ég grét, talaði við fóstrurnar, leitaði. opnaði töskuna eins og fóstrurnar sögðu. Enginn bangsi. Grét enn meir og hélt svo áfram að leita ein. Í alvöru að tala þá bjóst ég ekki við að neinn hjálpaði mér að leita en þó voru nokkrir krakkar sem hjálpuðu mér.
Kannski svona hálftíma áður en rútan lagði af stað i bæinn fann ég bangsa. Í skáp í eldhúsinu á bak við stóra potta. Restina man ég ekki neitt sérlega vel. Bara að ég fór upp í rútu með töskuna mína og bangsa og með mun minni trú á vinum og félögum en ég hafði haft áður.
Ég er fegin að börnin mín eru að verða ROSA stór! Ég er fegin að skólaferðalaga tíminn er liðinn hjá. Ég er líka þó nokkuð fegin að ég er líka orðin stór!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég skal gefa þér bangsana mína!
Þú átt enga bangsa tíkin þín!!! Og þar að auki er ég búin að jafna mig fyrir þó nokkru síðan
Post a Comment