Sá þessar tvær um helgina. Juno er fín en ég hélt samt að hún væri betri. Ellen Page leikur meiriháttar vel og er svo sæt svo sæt en annars er þetta bara svona krúttuleg unglingamynd.
The Number 23 er ágæt, svolítið öfgafull en ágæt. Fjallar að mest öllu leyti um töluna 23 og að ef maður er með áráttu fyrir einhverri tölu þá geti maður fundið þá tölu í öllu sem maður gerir..... já svona í stórum dráttum er það það sem myndin fjallar um. Jim Carrey er heldur ekki í neinu uppáhaldi hjá mér. Er hann þó skárri í alvarlegum myndum en í svo kölluðum gamanmyndum. Já, ok The Mask var fyndin á sínum tíma og Bruce Almighty var ekki alveg glötuð en svona í alvöru að tala þá er ekki alveg alltaf hægt að þola vesalings manninn.
Hvernig sem það er með það þá sá ég myndina á laugardaginn sem var...... einmitt 23. febrúar. Einmitt þann dag var liðið hálft ár frá því að ég hætti að reykja.... gerði það 23. ágúst í fyrra...
SPÚKI ALLT 23 LOL
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Og í dag er 260208 og það er ekki 23! Voðalega! En merkilegt samt hversu mikið af dagsetningum verður að 23 þegar maður hefur ekkert annað að gera en að reikna,,,,
Post a Comment