Friday, February 29, 2008
Maður er alltaf að læra einhvað nýtt
Á miðvikudaginn þegar ég var í fríi fór ég og keypti mér skó. Það er ekki neitt merkilegt með það þó það sé óvanalegt. Kaupi skó ca einu sinni á ári þegar þeir sem ég á eru orðir slitnari en ég kann að meta. Ég á eins og flestir vita tvo æðislega hunda og þess vegna er ég mjög oft á vappi. Fer í ca 4 labbitúra á dag. Það er heldur ekki merkilegt. En það er ástæðan fyrir því að ég kaupi mér alltaf bara þægilega og góða göngu skó, sport skó og ekki neina háhælaða bjána skó sem fylla aðrar þarfir en að vernda fæturnar á göngu.
Það er búin að vera svakaleg tæknivæðing í skótaui síðan gúmmitútturnar voru og hétu. Ég hef lítið skipt mér af því þó. Fer bara í nágranna bæinn og kaupi einhvað sem þar er til í sportbúðinni. Alltaf verið þægilegur og góður, fótréttur, hæfilega smartur og notanlegur skóbúnaður.
Ég gerði eins í þetta skipti. Fór inn til mannsins og sagði honum að mig vantaði nýa skó. Hann starði á lappirnar á mér og sagði "já villt nýa svona vatnshelda?" Ég leit niður á íþróttaskóna mína og hugsaði með mér að mann greyið er einhvað að bulla bara, ég er ekki í gúmmitúttum. Hann sá að ég var einhvað hugsi, lyfti skálminni og sagði svo sigri hrósandi "já svona Gortex skó. Viltu þannig?" Ég var áfram eins og fálki og hann sagði mér þá að Gortex væri sko vatnshellt. Þarna fékk ég andköf....muldraði svo "já er það þess vegna sem ég verð aldrei blaut í fæturnar þó ég stígi óvart í poll" Hann hélt það nú og sýndi mér yngri bræður skónna sem ég var í. Annar litur, sama merki og ég keypti þá. Mjög góðir! Það fúla við þetta allt er að ég verð að sætta mig við að ég er ekki svona lúnkin og heppin í pollunum.... ég er bara búin að vera í Gortex skóm í ára bil án þess að vita hvað það er.
Þannig að nýtísku gúmmitúttur líta út eins og hátísku íþrótta skór og nú vitið þið það líka.
PS. skórnir á myndinni eru ekki þeir sem fjallað er um í blogginu.... en þeir eru líkir!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment