Friday, February 22, 2008

Törnin búin í bili.

Búin að hafa konu í kennslu varðandi leiðinlegu launin fyrir vörubílstjórana og þarf vonandi ekki að standa í því meir. Alveg að koma ein helgin enn og ekki er mikið í gangi. Bara sama leiðinda tiltektin, labbitúrar með fjórfættlurnar mínar og annað dundur. Sonurinn kemur heim á morgun, gott að fá hann heim.

Mig vantar hobby! Getur ekki einhver komið með uppástungu. Ég er að fríka út á því að gera aldrei neitt nema sofa, vinna, éta, labba með hunda, taka til og rífast í unglingum. OK þetta er lýgi ég horfi á sjónvarp og les líka meira að segja. Og spila sim city á gemsann #sad# verð að fara að gera einhvað meira en þetta. Eða hvað? Gerir fólk almennt séð kannski ekki meira en þetta?

Þarf að spá í þetta
Tjaó

No comments: