Friday, February 1, 2008
U kvow she loves U and U know that can´t be bad
Aahhhh Bítlarnir.
Sumir dagar eru á móti manni. Yfirmaður minn átti ekki að mæta í vinnuna fyrr en á mánudag. En var svo mættur um hálf tvö í dag. Hann ergir mig. Minnst ergir hann mig þegar ég hvorki sé hann, heyri eða veit af. Sem er sjaldan á vinnu tíma.
Það er fáránlega mikil rigning.
Mér er illt í maganum.
Þegar ég var að sápa mig í sturtu í morgun tók ég eftir því að ég var að sápa mig með handsápu og ekki eðal bodydæminu sem ég er vön að nota. (En hej, hver veit það er kannski bara betra að nota handsápu) ((stór efa það samt))
Bíllinn minn er grútdrullugur og þegar ég var að fara út úr honum hér fyrir utan vinnuna rak ég mig utan í hann með þeim afleiðingum að hreinu buxurnar mínar urðu drulluskítugu buxurnar mínar. (Handsápa þær þá bara þegar ég kem heim).
En það er alla vega Föstudagur And you know that can´t be bad!!!! trallalalla la...
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
spúkedi spúk! Alveg er ég viss um að PG hefur verið að hugsað til þín! Hafðu það gott um helgina og passaðu þig á garðálfunum.
Post a Comment