Tuesday, February 19, 2008

Mikið er gott að vera í fríi

Alger dásemd. Fór í skógartúr með hundana, æðislegt veður. Ætla aftur út með þá á eftir þegar þeir eru búnir að hvíla sig aðeins. Verð aðeins að taka til líka, það er minna gaman en fínt þegar búið er. Svo kemur törnin í vinnuni restina af vikunni. Og svo volá komin helgi. Sonurinn er hjá ömmu sinni og afa. Fór einn með lestinni enda stór og duglegur drengur. Þau koma svo með hann um helgina. Hér er sko vorfrí alla vikuna. Nú ætla ég að haska mér í hádegismat og tiltekt svo ég komist aftur út í skóg.

No comments: