Thursday, February 7, 2008

Atvinnusjúklingur

Eða hitt þó heldur. Ég er mjög fegin að ég er með vinnu. Ef ég væri ekki með vinnu mundi ég ekki hafa tíma til að skrifa og lesa Blog. Ekki tíma til að svara E-pósti né skoða hvað er að koma í bíó á næstunni. Ekki hafa tíma til að lesa Vísir og Moggann. Og það er sko mikið þarfa þing sem ég les í þeim blöðum. Ég hef td. afskaplega gaman af að lesa atvinnu auglýsingar og smá auglýsingar. Vá, ég held að ég hafi alment mest gaman af auglýsingum.... skrýtið. En ég les nú líka innlendar fréttir. Ég er ekki alveg vangefin.

Annars í fréttum hjá mér er að Frumburinn er að fara með föður sínum á læknaráðstefnu í dag. Eða alla vega í röntgen með fótinn sinn sem klemmdist í hurð stuttu eftir að hún datt og meiddi sig í hendinni. (Afskaplega seinheppin þarna á tímabili litla skinnið) Og til skurðlæknis að skoða ofannefnda hendi. Ekki það að það eigi að skera af barninu hendina eða neitt svoleiðis bara að tékka á að allt sé að lagast eins og það á að gera. Hún er stúrin yfir því að verða að fara með pabba sínum því svo vill til að ég er víst mun skemmtilegri en hann á spítölum. (Hvað sem það nú þýðir) (Og þetta er nú í fyrsta skipti sem hann fer með hana þannig að ég kannski fell niður í annað sæti eftir í dag)

Einka sonurinn er að fara í klippingu og strípur. Ævinnar fyrstu strípur og ég vona að hann verði lukkulegur með það. Skil ekki hvað þessi börn eru einhvað að verða fullorin.

Jæja best að halda áfram að vinna...................................................................... Nei DJÓK

No comments: