Wednesday, January 23, 2008

Í alvöru, pólitík?

Ég á rosalega erfit með að taka “stjórnmálafólk” alvarlega. Ég get ekki hlustað á fólk tala um að það skipti máli hvort hakkabuff, bammalamm, clinta eða hitta ruggl fólkið verði kosið forseti í USA. Ég nenni þessu bara ekki. Þetta fólk sem er í framboði í USA eru sætar og fínar streigjadúkkur, þau segja það sem þeim er sagt að segja og finnst það sem þeim er sagt að finnast. Þeir sem fjármagna framboð þessa fólks eru þeir sem stjórna í USA og það eina sem við getum verið viss um er að þeir sem eiga peninga í USA stjórna því sem skeður. Þeir stjórna því hvað verður gert í tryggingamálum, hvað verður gert í náttúrumálum, hvað verður gert í fjármálum.... og dúkkan sem slík SKIPTIR EKKI MÁLI.

Ef þið eruð með efasemdir.... georg júníor búss.... er hann gáfaður maður með eigin skoðanit? Nei, ég spyr....

Æi ég veit að ég er leiðinleg núna, ég veit að fólk sem er að velta sér uppúr stjórnmálum finnst þetta sem ég er að segja vera út í hött, en það breytir ekki staðreyndinni samt. Svona er málið bara. Þetta er ekki um flokka, hugsjónir eða focking “ég vil gera heiminn betri” Þetta er bara um að þeir sem eiga mest af pening vilja eiga meiri pening.

Já svona... þetta var pólitíkin mín í ár, áhvað að ljúka þessu af bara núna i janúar!
GO DOLLS!!!!!!!!!!!

Og upp á grínið... Bobby Ficher hvað er dæmið með þann snar tjúllaða ómerkilega afdanka skákmann..... finnst Íslendingum hann í alvöru að tala svona æði????

No comments: