Já það er búið að vera einhvað vorveður hér í dag. Ég fór húfulaus í skógarferð með hundana í fyrsta skipti í mánuði. Bara æðislegt. Ekki það að það getur byrjað að snjóa á morgun þess vegna.
Ég er með Kjötsúpuna tilbúna og er að bíða eftir að litli bró og konana hans komi að gæða sér á henni með okkur.
Fór með eiginmanninum að kaupa bíl áðan. Gamlan Volvo, sjálfskiptan, svartan og ágætann að keyra. Fyrsti druslu bíllinn fyrir hann sem ég get alveg hugsað mér að keyra ef út í það fer. Hinir hafa verið agalegir og ömurlegir!
Ættlað að gera lista hér á blogginum og skrifa upp allar DVD myndir sem ég horfi á, en hætti við. Eins gott að vera ekki að flagga því með lista hvað ég horfi mikið á dvd. Sá skrýtna mynd í gær sem heitir My left foot. Írsk, finnst Írskar myndir yfirleitt góðar. Æi þið vitið lítið hús með drykkju hraut fyrir pabba, mömmu sem er í eldhúsinu, mæðuleg yfir grautapottinum og svo einum 10-15 hálf skítugum, horuðum börnum sem eru með hor og slef. Þessi var einmitt svoleiðis en eitt af börnunum var cp skaðað og bara með vinstri löppina í lagi (svona nokkurn vegin) og með henni skrifaði hann og málaði og ýmislegt. Jamm og jæja! Sannsögulegt, og endar ve.
htpp://www.imdb.com/title/tt0097937/
Sjáum til hvað ég glápi á í kvöld....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Já ég hef séð þessa mynd einhvern tímann á fornöld, en þetta er örugglega eina írska myndin sem ég hef séð og mun sjá! Góð mynd samt!
Já þú ert antí írsk, veit allt um það.
Já og þess vegna settiru þennan póst inn um írskar myndir! Bara til að hvekkja mig! Skrattakollur!!!
he he he
Post a Comment