Monday, January 28, 2008
Grútmyggluð og þreytt.
Svaf illa og of lítið og þess vegna ekki uppá mitt besta í dag. Verð að fara eftir vinnu og hjálpa tengdaföður mínum með einhvað skatta dæmi fyrir íþrótta félagið. Ég er í virkilega takmörkuðu skapi til þess en þetta drasls á að vera komið inn fyrir 31. jan svo það er eins gott að fara að koma þessu í póst.
Veisluhöldum er lokið í bili, næst ég sem verð einhvað rétt rúmlega þrítug.
Sá myndina I am legend http://www.imdb.com/title/tt0480249/ í gær. Fannst hún bara alveg ágæt. Will Smith kemur mér ögn á óvart, hef reyndar séð hann leika í alvarlegum myndum fyrr en held samt alltaf að hann sé hálfgerður kjáni. Sennilega því ég sá hann fyrst í Fresh Prins hvað veit ég...
Vonandi eru þið hin í betra stuði en ég í dag......
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já, ég er svona álíka hress og Ronja er á myndinni!
Gleðilegan mánudag!!!
Post a Comment