Jamm, ég er búin að vera að skoða þetta allt. Málið er svona. Ástæðan fyrir því að unglingarnir og ég erum að fara til Ibiza í sumar er að ameríku frændinn minn er að fara að gifta sig. Hann ætlar að giftast kærustinni sinni einmitt á Ibiza annars hefði nú bara verið fáránlegt að ég færi þangað með börnin mín afþví að hann giftir sig. Þið skiljið það sjálf.
Hótelið sem ég og gelgjustóðið munum búa á liggur við strönd sem heitir Santa Eulalia Hótelið þar sem frændi minn giftir sig og býr á meðan á þessu stendur liggur við strönd sem heitir Cala Carbo. Ég er sko búin að vera núna að skoða strætó á Íbiza því að eyan sem ég hélt að væri bara svona eins og eyrarbakki á stærð er bara flennustór og agaleg.
já eða þanniglagað. En mér sýnist alla vega á öllu að við eigum að geta hossast þetta í strætó sem verður örugglega bara rosa fjör.... hefði samt verið gaman að vera nær öllum hinum!! Ætti kannski að athuga þetta einhvað betur, hún sagði mér á ferðaskrifstofunni að það væri ekkert mál að breyta pöntuninni. Hmmmm
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment