en samt alveg þreytt. Fór að sofa um hálf ellefu í gær og svaf ágætlega. Ætti þá sennilega að vera að springa úr orku en svo er þó ekki.
Ekki var neitt gert í skattamálum íþróttafélagsins í gær. Í staðin var ég með frumburann á gjörgæslunni lang frameftir kvöldi. Hún meiddi sig frekar illilega í hendinni á síðasta miðvikudag. Á fimmtudag fórum við og létum röntgenmynda þetta og skoða. Þá var bundið um þetta og okkur sagt að ekkert værir brotið. Svo í gær um hádegið hringdi litla skottann og sagði mér að henni værir bara enn meira illt og þetta værir bara enn meira bólgið og allt í pati. Við fórum því aftur á gjörgæsluna og sögðum farir okkar ekki sléttar.
Þetta var enn óbrotið en núna fékk hún gips spelku sem veitir meiri hvíld fyrir hendina og mun sennilega hjálpa við kvölunum. Við slógum svo öllu upp í kæruleysi og keyptum Mc Donalds í matinn.
Þannig að í kvöld er alveg nauðsinlegt að gera skratta skatta fyrir Tengdó svo hægt verði að setja það í póst á morgun og það þá komið til skattaskratta stofu ríkisins 31 janúar sem er síðasti dagur að skila þessu áður en maður verður hálshöggvin. Eða hvort maður fær sekt, man það ekki alveg.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gjörgæslan ha? Voðalega!
Vona að frumburðinum batni fljótt. ég er vöknuð, búin að sofa í svona 16 tíma og það er fínt!
Post a Comment