Sunday, January 20, 2008
Yngsta barnið á afmæli í dag
Ef einhvað er sagt um mig í þessari færslu þá vill ég benda á að ég er mjög sakleysislegur hundur!
Svo að afmælisbarninu:
Litli unginn er bara orðinn 14 og stærstur í fjölskyldunni. Já eða lengstur að minsta kosta.... ekki er hann þyngstur. Við vöktum hann með afmælissöng, gjöfum, morgunverð í bólið og súkkulaðitertu. Þegar allt þetta var yfirstaðið var hann spurður hvað hann vildi gera og svaraði hann um hæl "sofa" dásamlega fjórtánáralegt og bara sætt.
Ég lenti í smá basli með afmælisgjafirnar. Hann fékk að eigin ósk mest bara pening en afþví að mamma hans er svo barnaleg þá varð hann líka að fá "pakka" Ég er löngu búin að panta það sem átti að vera í pakkanum en varningurinn er náttúrlega ekki kominn. Frumburinn er búin að vera í fullu starfi alla vikuna að hlaupa á undan honum og sækja póstinn og ætlunin að sjálfsögðu að ná að fela pinkilinn fyrir seinniburanum. En nei nei engin pinkill og allt í pati.
Þess vegna fékk hann nokkra neyðar pakka: nobless súkkulaði með mintu, appelsínuboga, og tölvublað. Allt vandlega innpakkað og honum sagt að alvöru pakkinn komi sennilega á morgun.
Allt þetta vesen með pakkann kom svo öðru vandamáli í gang. Muniði eftir súkkulaði hundinum mínum ha?
Já hann skellti sér niður í kjallara, inn til seinniburans, uppá stól, áfram uppá borð, tók nobless súkkulaðiðkassann og fór með hann undir rúm þar sem hann át allt innihaldið.
Fjórtánáringurinn kom svo upp alveg í öngum sínum með hundskrattann í annari hendi og tóma nammikassann í hinni og sagði mér þetta allt. Gráti nær sagði blessaður drengurinn svo "mamma ég fyrirgef sálfum mér aldrei ef hann deyr af þessu..... og það á afmælisdaginn minn" Ég reyndi að hugga hann með því að þetta væri nú als ekki honum að kenna og að hann hefði ómögulega getað vitað að skrattakollurinn mundi læðast niður og stela afmælisgjöfunum hans.
Við hringdum svo í dýralækninn og hún reiknaði út að Sirocco ætti ekki að verða meint af þessu. Nú jæja sagði ég, "ég gef honum þá bara hinn kassann" Dýran hló og ég gaf honum ekki meira súkkulaði og vonandi verður allt í lagi bara með hann helvítis vitleysinginn.
Í kvöld matinnhöfðum við svo nautalundir með heitri eðalost sósu, hasselbacks kartöflur og grænmeti. Sælkera gott og seinniburinn alsæll enda er hann sælkeri mikill. Seinna í kvöld ætlum við svo bara að horfa á mynd og éta súkkulaðitertu með vaneluís og veisla verður svo haldin næstu helgi fyrir bæði hann og pabbann hans sem á skellur ár á laugardag.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Bíddu, hvar er matarskammturinn minn? Var mér ekki boðið annars?
Post a Comment