Friday, January 11, 2008
Reykinga drepa og skaða útlitið...
Heildarfjöldi reyklausra daga 142 dagar.
> Þar með hefur þú sparað 7810 krónur síðan þú hættir að reykja.
7810 sænskar !! Koma þessir peningar ekki alveg örugglega í pósti í endann á janúar?
Á morgun er sonur minn að fara á fótbolltamót. Á að mæta á óguðlegum tíma... kl 7 að morgni. Djöfulsins geðveiki. En hvað um það, ég skutla honum niður eftir, fer í labbitúr með voffalingana mína, skelli þeim svo inn í bíl og horfi á fyrsta leikinn, snattast heim í smá stund og verð mætt í leik númer 2 kl 10. Eftir þann leik fara svo allir heim í hádegismat því síðasti leikurinn og úrslit eru svo seinna um daginn.
Á sunnudag ætla ég í skógarferð með hundana og að öðruleyti ætla ég ekki að gera neitt. Jú annars, ég ætla að elda Íslenska kjötsúpu. Á poka af súpujurtum og keypti lambakjöt í kjötbúð bæjarins í gær. Íha nammi nammi matur!!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Colgatesmile ;)
Post a Comment