Wednesday, January 16, 2008

Skógartúr og bíó



http://www.imdb.com/title/tt0455760/

Doddi og mamma hans hringdu í mig og skemmtu mér í tvo tíma í morgun. Þar á eftir fórum við hundarnir í tveggja tíma skógar rölt (Timmy var alveg búinn á því þegar við komum heim)en honum fannst þetta voða fínt samt.


Svo þegar ég kom heim ættlaði ég að vera voða dugleg og ryksuga og dunda í þvottinum en það gékk bara ekki. Í póstinum voru 3 DVD myndir og einhver verður að horfa á þær. Er með Dead Silence í heimabíó tækinu og er með toast með skinku og osti á pönnunni sem ég ætla að gæða mér á. Svo ég er í fínum gír. Myndin er vel leikin en sagan er kjánaleg. En ok ég er að gefa henni séns

PS Búin að sjá myndina og hún er bara virkilega ömurleg og leiðinleg!!

2 comments:

Anna Stína said...

hulstrið utan um dvd er alla vega creepy!!!!
Og það verður að horfa á svona myndir um leið og þær koma með póstinum, annars skemmast þær og verða leiðinlegar! Þú hefur greinilega ekki verið nógu snögg!

Anonymous said...

Ég var fríking snögg að troða þessu í tækið en ég var of sein úr skóginum!!!