Thursday, January 10, 2008

Fimtudagsmánudagur

Mér finnst eins og fimmtudagar séu svipaðir mánudögum afþví að ég er í frí á miðvikudögum. Í gær var ég í "fríi" í fyrsta skipti í langan tíma. Ég gerði ekkert af viti. Fór með Timmy til dýralæknunar í gær í skoðun og allt í fínu með hann. Hann er búin að vera svo lengi á hinum og þessum lyfjum núna að báðir hundarnir eru með það á hreinu að þeir eigi að fá skinku sneið á morgnana. Pillum er nefnilega vafið inn í skinku. Svo ég gef þeim sitt hvora skinkusneiðina samviskusamlega á herjum morgni en núna er enginn pilla í. Þetta kallast samt að fá lyfin sín.

Í kvöld kemur maður að skoða þjófavarnakerfið heima hjá okkur. Það hefur ekki virkað í ár sem hentar mér ágætlega því ég kann ekki á þetta helvíti og það pípir endalaus á mig og hringir líka í mig stundum þegar ég er á leiðinni í vinnuna. Einu sinni þurfti ég að snúa við og keyra heim 5 sinnum til að reyna að slökkva á þessu. Og alltaf hringdi helvítið aftur og gólaði. Þjófur þjófur þjófur. Það er lýgi það segir "larm....... larm...... larm....."

1 comment:

Anna Stína said...

hahaha er búið að tengja larminn?

moli