Ég er ekki alveg að skilja hvað ég er fattlaus um tímann þessa dagana. Ég pantaði afmælisgjöf fyrir son minn í góðum tíma. Hans afmælisgjöf er enn ekki komin. Ég heyrði síðast í fyrirtækinu þann 14. janúar. Búin að maila tvisvar og fá einu sinni svar þar sem stóð "takk fyrir að hafa samband, við munum svara spurningunni eins fljótt og við getum" Ef þetta augnabrúna skraut sem hann var búin að sýna mér og biðja um í afmælisgjöf væri til á öðrum stöðum, þá mundi ég panta það þar og segja þessu fyrirtæki að droppa dead. En tja ha hvað gerir maður. BÍÐUR!
Núna rétt áðan fattaði ég að eiginmaðurinn minn elskulegur á afmæli á laugardaginn. Ég fór beint á innsogið og pantaði handa honum tvo eða reyndar 4 hluti sem honum bráð vantar. En það er miðvikudagur og líkurnar á að þetta komist til mín fyrir laugardag eru fáránlega litlar. Bygones, annars er fyrirtækið sem ég pantaði hans græur hjá snöggt að senda.. þannig að kannski kemur sá pakki á föstudaginn. Ef ekki, þá kaupi ég bara einhvað súkkulaði sem Sirocco getur svo étið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já súkkulaði er náttúrulega alltaf hollt og gott!
Er að spá í hvort Sirocco standi fyrir súkkulaði hvarfinu hjá mér? Alveg sama hvaða tegund af súkkulaði er til, það hverfur og ekki borðaði ég það ;)
Post a Comment