Sunday, December 28, 2008
Jamm þá er jólaballið búið og áramót að koma
Búin að vera afskaplega róleg og góð jól bara hingað til. Á aðfangadag fór ég á fætur um átta og sauð grjónagraut, skar upp skinku, brauð og reyktar pylsur. Bar á borð í rólegheitum og á náttfötunum. Vakti svo liðið og við fengum okkur jólamorgunverð við kertaljós og í kósí heitum.
Einkasonurinn fékk tölvuskerm í jólagjöf og þar sem hann var þungur og stór þó hann væri flatur þá fékk hann að opna hann strax um morguninn. Svo veit ég að frumburinn og ljós lífsins eru ekki það stór í sálinni þó þau séu hálf fullorðinn, þá var ég búin að undirbúa morgun jólapakka handa þeim líka. Svo er ég barnaleg þó ég sé fullorðinn svo jólasveinninn keypti handa mér 2 bækur sem ég fékk um morguninn og eiginmaðurinn elskulegur gat ekki dúsað einn pakka laus um morguninn svo hann fékk líka lítinn pakka. Ósköp indælt allt, borða saman í borðstofunni með kertaljós, jólatréð í ljóma í stofunni hjá okkur og allt einhvað svo rólegt og jólalegt.
Svo var deginum tekið með ró. Fór í labbitúr með hundana, lagði mig, borðaði mandarínur og nammi og naut lífsins. Um tvö fóru allir í spariföt og haldið var í jólaboð. Þar spjölluðum við og drukkum glögg. Var boðið uppá sænskt jólahlaðborð, opnuðum jólapakka, spiluðum spil og ýmislegt annað skemmtilegt. Vorum komin heim um tólf þreytt en sæl.
Jóladagur er enginn stór dagur hjá okkur, bara leti, lestur, borðaðir afgangar, farið í labbitúra og einhvað álíka. Annar í jólum enn ómerkilegri og hér í okkar húsi er orðin hefð að fara bara og sækja pizzu í kvöldmatinn. Mér finnst þetta æðislegt. Engin boð, engar steikur og ekkert vesen.
Helgin fór í að hvíla sig enn meira, horfa á sjónvarp, fara í langa labbitúra og í gær fór ég með unglinga stóðið á risa flugeldasýningu til að horfa á og versla flugelda. Akkúrat núna er sunnudags steikin að verða tilbúin og ég vona bara að öllum finnist hún góð svo.
Á morgun er ég svo að vinna og kannski á þriðjudaginn líka, fer eftir hvað ég næ að gera mikið á morgun. Svo er síðasti dagur 2008 bara kominn.
Þar með vil ég bara segja gleðilegt nýtt ár öllsömul!!
Monday, December 22, 2008
Kisa kom mér á lappir í morgun.
Mjálmaði og vildi fara út klukkan 7.10 sem sé klukku tíma seinna en ég þurfti að vakna. Takk kisa mín, ég rétt hafði það af að koma mér í vinnuna á réttum tíma.
Eiginmaðurinn elskulegur gerði einhvað með bakið á sér í gær sem hann hefði betur sleppt og getur varala hreyft sig. Á erfitt með að liggja og þar með sofa, vona að hann skáni fljótlega.
Ég tók alla unglingana mína með mér til Kalmar í gær og náði að finna jóla föt á bæði frumburann og ljós lífsins. Svo nú verða allir gasalega smart bara á jólunum.
Eftir vinnu í dag er ég í fríi til næsta mánudags, þarf sennilega að skreppa aðeins í bæinn á morgun og það ætti að vera sæmilega brjálað fólk þar því nú eru flestir að fá útborgað í dag og á morgun. Sem betur fer þarf ég lítið að versla. Eina jólagjöf eða svo.
Ég býst við að það verði brjálað að gera svo í vinnunni eftir áramót. Eins gott að Moli er að fara að vinna utan heimilis og mun ekki hafa tíma til að hanga með mér á msn á daginn.
Tuesday, December 16, 2008
Jólakötturinn
Ég er í því að strika yfir hluti á jólagústa listanum.
Búin að kaupa jólatré
Búin að baka loftkökur með einkasyninum
Búin að kaupa jólaföt á þann sama
á morgun geri ég sænsku jóla kálbögglana, þurrka af inni í stofu og pakka inn öllum jólagjöfum sem er búið að kaupa.
Og þá er nú ekki mikið eftir að gera áður en ég get hallað undir flatt og haldið jól.
Frumburinn og ljós lífsins fundu sér engin jóla föt en þau lenda ekki í jólakettinum fyrir því. Annað hvort tekst mér að fara aftur með þau og finna á þau einhver dúkkulísu föt eða... já þið munið vonandi eftir jóla nærfötunum. Ef í harðbakka slær redda nærfötin þeim úr klóm kattarins. Og svo hélduð þið að ég væri rugluð að hamast við að kaupa nærföt alltaf á alla fyrri jólin .
HAH djóks on jú !!
Friday, December 12, 2008
Jóla snjór
Það klingir niður þessum indæla snjókarla snjó. Hita stigið um 0 og öll tré dúðuð með snjó. Mjög fallegt og jólalegt, vona að það fari ekki að rigna. Það er ekkert jóló við rigningu!
Bæjar för á miðvikudaginn mislukkaðist með öllu. Sonur minn svaf yfir sig og ég vissi ekki einu sinni að hann var heima. Kom svo úr matarbúðinni rétt uppúr tíu og mætti honum í ganginum. Næsti strætó í bæinn þar sem skólinn er fór ekki fyrr en eftir 12 svo það var ekki um annað að ræða en skutla honum. Og þar með var allt planið mitt komið úr skorðum. Ég sagði liðinu að ég færi ekki í bæinn úr þessu og að við mundum bara fara um helgina í staðin.
Sagt og gert, ég skutlaði drengnum í skólann. Fór og keypti hunda fóður, vaskafat og fötu fyrir eldhús rusl. Verslaði einhvað meira og fór heim að taka til. Tók eldhúsið í gegn og þurrkaði af öllu í ganginum og er þá að verða búin með jóla hreingerninguna. Reyni að taka klósettið í gegn í kvöld og kannski þurrka af inni í kisu herbergi sem er stærsta herbergi hússins. Læt svo Frumburann taka efrihæðina og Einkasoninn taka kjallarann.
Flug gengur allt og ekkert stress í gangi.
Las innsent bréf í blaði um daginn með fyrirsögninni "Hjálp, konan mín gerir mig geðveikann um jólinn" Konan alveg stjörf af stressi, frá miðjum nóvember. Þvær allt og skrúbbar, með augun útstandandi og svita dropa á enni. Öskrandi á karlinn og börnin alveg fram að jólum. Afhverju ætli fólk geri þetta. Hvað er málið með þessi jól??? Meira ruglið!!!
Á morgun fæ ég svo stressið frá öllum í búðunum beint í æð, en sjálf ætla ég bara að njóta þess að vera til og eiga góðan dag með unglingunum.
Tuesday, December 9, 2008
Nú fer að koma að því að...
Á morgun fer ég með unglingana að kaupa jólaföt og reyni að skreyta húsið með einhverjum jólasveinum. Ég nenni nú samt ekki að stressa mig neitt mikið á þessu öllu.
Ég fékk pakka frá Mola í gær með lakkrís, djúpum og súputeningum. Allir sem þekkja mig skilja þetta innihald vel. Takk Moli minn þú ert Gullmoli!
Thursday, December 4, 2008
Ef þetta er hægt, þó er þetta snilld
"Best væri þó að stofna nokkur hlutafélög. Setjum t.d einhverjjar verðlitlar eignir sem hlutafé í eitt félag. T.d bílskrjóðinn okkar. Þetta hlutafélag væri með eigin kt og nafn t.d Tryggvi mun ekki borga helvítis skíthælar.ehf.
Setjum síðan ALLAR SKULDIRNAR okkar á þetta hlutafélag og hættum að borga. Látum skuldirnar falla á þetta félag og látum félagið verða gjaldþrota. Skuldirnar eru samt áfram til í kerfinu en eingöngu á kt. Tryggi mun ekki borga helvítis skíthælar.ehf. Ef fyrirtækið myndi byrja aftur starfsemi þá mun allt falla á það. Sem mun ekki gerast.
Við einstaklingarnir sem áttum skuldirnar erum laus við þær."
Fann þetta í commenti á bloggi sem ég les daglega og ef þetta er hægt þá er þetta algjör snilld. Get ekki tjáð mig um hvort þetta virki eða hvernig en held að það sé vel þess virði að skoða málið aðeins!
Monday, December 1, 2008
Uss hvað þetta er búin að vera mikil leti helgi.
Skítsama, verð bara að vinna í þessu alla vikuna. Fer fljótlega að vinna í matseðlinum og koma rútínunni á aftur. Frumburin og ljós lífsins eru að fara að koma til okkar, og það er eins gott að vera bara búin að koma sér í stellingar fyrir það.
Búin að kaupa fyrstu jólagjafirnar og þetta smá potast. Náttúrlega ekki hratt víst ég er að drepast úr lete um helgar og kem engu í verk.
Það er gott að vera latur.
Friday, November 28, 2008
Loksins föstudagur
Ég er orðin svo spillt og vön því að hafa það gott og aldrei vinna meir en 2 daga í einu að þessi vika er búin að vera horror. Vegna bíla vandræða á mánudaginn þegar ég ekki komst í vinnuna þá varð það frídagurinn minn og miðvikudagurinn varð að vinnudegi. Ég kann mun betur við að vera í mínu fríi á miðvikudögum. Það fór bara allt í rugl hjá mér.
Enginn matseðill var búin til. Matarinkaupin voru ekki gerð á réttum degi. Húsið er ein rúst og þvotturinn flæðir um allt gólf og ég veit bara ekki hvað. Djö... hef ég það gott venjulega.
Ég var ekki fyrr búin að sleppa frá mér atvinnuleysis áhyggju blogginu þegar mér var sagt að ég fengi meiri vinnu hér eftir áramót. Það er í fínu lagi en sú vinna verður ekki gerð á miðvikudögum. Heldur byrja ég þá tíma fyrr á morgnana og hætti tíma seinna á kvöldin. Miðvikudagar eru heilagir og ég á frí þá!
Thursday, November 27, 2008
Hér er ekki kreppa en...
Það er verið að tala um að lækka virðisauka skattinn tímabundið, hækka barnabæturnar og námstyrkinn til að efla kaupmátt og kannski bjarga fyrirtækjunum frá því að fara á hausinn. Allt þetta kom mér til að hugsa aðeins til allra heima á klakanum fagra sem eru að hugsa um að flýa land og leita sér að vinnu erlendis. Ég held að sá möguleiki sé að verða minni með hverjum deginum. Það er samdráttur allstaðar.
Eignig er ég búin að vera að spá í hvort ég hadi vinnunni og hvort að eiginmaðurinn elskulegur haldi sinni. Hann selur glugga og hurðir og ég sel vatnsleiðslur. Hvoru tveggja er mest notað í ný hús og það er enginn að byggja eitt né neitt. Enda er síminn svo til þagnaður og salan bæði hjá honum og mér hefur minkað til muna.
Enn hefur yfirmaðurinn minn ekki hótað að segja mér upp en hann er annars sí vælandi um að það þýði ekki að vera með fyrirtæki og ekki þéna neitt á því. Hann hefur náttúrlega þénað alveg dopíu af peningum á þessu fyrirtæki það vantar ekki. En hann vælir endalaust við okkur tvö sem vinnum hér að launakostnaðurinn sé alveg geysi hár fyrir svona lítið fyrirtæki og skatturinn er hræðilegur og að annað okkar þurfi sennilega að fara. Fyrsta árið sem ég vann hér var ég alltaf að leita mér að annari vinnu því ég var viss um að það væri alveg um það bila að fara að leggja þetta niður. Svo vandist ég þessu og hætti að hlusta. Þessi maður er alltaf í fyrsta sæti í keppninni yfirmaður ársins.
Ég mundi ekki sakna þess að vinna hér ef mér yrði sagt upp svo mikið er víst. Þætti ákaflega þægilegt að fá aðra vinnu þar sem ég er ekki skömmuð fyrir einhvað sem ég hef ekkert með að gera. Ég væri löngu hætt hér ef ég ætti ekki tvo hunda sem fá að vera með mér í vinnunni í staðinn fyrir að vera alltaf einir heima alla daga. En ég er svo skrýtin einhvað að ég verð að vera með laun.
Æi þetta reddast, það reddast alltaf allt!
Tuesday, November 25, 2008
Nýustu tækni og vísindi
Um daginn þegar ég var að hlusta á morðsögu í cd spilaranum mínum í labbinu með hundana fór ég að heyra dulafull auka hljóð og mann greyið sem las upp söguna var farinn að hljóma eins og hann væri farinn að stama alveg rosalega. Auðvitað pantaði ég strax nýann og 2 dögum síðar þegar hann kom var búið að skipta um batterí og sá gamli kominn í gott stand.
Í gærmorgun ætlaði ég í vinnuna svona eins og gengur og gerist á mánudögum. Ég settist hundana í bílinn og settist sjálf inn. Snéri lyklinum, bíllinn fór í gang og drap svo strax á sér. Þessi bíll talar og sagði nú með ákveðni rödd. "Það er búið að læsa vélinni og þú munt ekki geta sett bílinn í gang" Nei hei hugsaði ég með mér. Hvað nú! Ég ákvað að láta eins og ég hefði ekki heyrt þetta og prófaði aftur. Bíllinn fór í gang, drap á sér og þuldi upp "Hlustaðu nú á mig fíflið þitt, ég held að það sé búið að stela mér og þess vegna læsti ég bílnum og þú munt ekki koma honum í gang" Þarna var ég orðin örlítið pirruð, læsti hurðunum, opnaði aftur hvæsti að ég væri ekki að stela bílnum og snéri lyklinum í 3 skipti. Allt eins og áður og enn ein romsan um að hætta að reyna þetta því þetta mundi ekki takast hjá mér.
Ég hringdi í manninn minn og spurði hann hvort hann kannaðist við þessar dittúrur í bílnum. En nei því miður hann hafði ekki hugmynd, enda keyrir hann sjaldan þennann bíl. Ég tók leiðbeiningabókina með mér inn ásamt hundunum. Skoðaði bókina og varð ekki mikið klókari. Hringdi í verkstæðið mitt og þekki þar mann sem hjálpaði mér aðeins. Hann sagði mér að bíllinn minn væri með svo öruggt þjófavarna kerfi að hann yrði að koma eftir vinnu með tölvu til að laga þetta og ná læsingunni af.
Ég muldraði nú einhvað um að ég væri ekki að stela bílnum en sætti mig við örlögin, hringdi í vinnuna og sagði að ég kæmist ekki og tók svo lífinu með ró.
Stráksi kom svo um 6 leitið með tölvuna. Hann settist inn í bílinn og snéri lyklinum. Bíll andskotinn flaug náttúrlega beint í gang, ekkert þjófavarnakerfi, ekkert röfl um að ekki væri hægt að koma bílnum í gang, ekkert. Ég stóð eins og aumingi. Sagði að ég hefði ekki verið að ljúga þessu, bíllinn hefði þver neitað að fara í gang um morguninn.
Sem betur fer var ég í þetta sinn alla vega ekki búin að panta mér nýann bíl. Það hefði verið einum of ég segi ekki meir.
Friday, November 21, 2008
Nærföt og gluggar...
Tuesday, November 18, 2008
Jólastuð
Er ekki hver að verða síðastur að byrja með jólastússið? Ég held að það sé alla vega kominn tími á að fara að spá í hvað manni finnst skipta máli að gera fyrir og um jólin.
Hér er minn listi:
Þurrka vel og rækilega af öllu, svovel ofan af sem undir öllu í öllum herbergjum hússins.
Þvo alla glugga svo ég geti sett ljósa dótaríið í þá og kveikt á þeim til að gleðja ungana mína.
Búa til jólahlaðborðs matinn fyrir litlu jólin með mínum foreldrum og bróðir og frysta hann.
Baka þær smákökur sem ungunum mínum langar í.
Kaupa mér jólatré og skreyta það á Þorláksmessukvöld.
Kaupa jólagjafir handa þeim sem mér þykir vænt um og pakka þeim inn.
Senda örfá jólakort, finnst það leiðinlegra með hverju árinu þó.
Elda skinku i ofninum á Þorláksmessukvöld og próf smakka hana sama kvöld.
Kaupa jólanærföt á alla fjölskylduna og láta hvern og einn fara í sína spjör eftir jólabaðið.
Skipta á öllum rúmum á Þorláksmessu.
Svo finnst mér alveg nauðsin að fá skötu á þorláksmessukvöld en það er ekki hægt.
Svo vil ég jólafrið með bókum og konfekti, heitu kakó og góðum bíómyndum og svo er þetta komið.
En þessi listi er töluvert krefjandi þó hann sé frekar stuttur svo ég er að spá í að byrja á morgun bara. Alla vega taka einhvað herbergi í gegn og kannski ráðast á gluggana svo það sé búið.
Haldið þið að það verði jól í ár líka?
Monday, November 17, 2008
Veiðiför til IKEA
Í gærmorgun vakti einkasonurinn mig úr værum blundi sem ég tók mér eftir labbitúr með hunda og morgunmat, með orðunum "Mamma, það er opið til hálf sex í IKEA" Já há hugsaði ég með mér, hvað er nú í gangi. Svo var málum háttað að honum vantaði 2 borðplötur og átta borð lappir undir þær og var búinn að finna þetta í IKEA.
Ég gerði mér strax grein fyrir að ég væri á leiðinni til Kalmar og í IKEA og dullaðist á lappir. Hugsaði mér gott til glóðarinnar undir grillunum á Burger King og sá fyrir mér hamborgara og annað slíkt í hádegismat.
Ég dreif hundana út aftur, labbaði inn í skóg og áfram út á engi með Timmy lausann og Sirocco í langri línu. Þar lét ég þá skokka um og andskotast til að þreyta þá almennilega áður en ég færi í stórbæar ferðina.
Við einkasonurinn lögðum af stað og á leiðinni fundum við bæði hvað við vorum svakalega svöng. Matseðillinn á Burger King var ræddur fram og til baka og plön smíðuð um allt sem við ætluðum að éta. Á staðnum völdum við svo sitthvorn tvöfalda hamborgarann og franskar. Og skiptum svo á milli 1 poka af King Wings og 1 poka af Chili Cheeas, með þessu fengum við okkur svo osta sósu og ég át þetta meira eða minna allt upp til agna. Fékk mér Cola Zero með þessu til að núlla allar kalóríurnar.
Svo var haldið í IKEA og sonurinn breyttist í veiðimann. Hann var með vagninn og æddi af stað. Spurði eftir 200 metra hvað þetta væri eiginlega stór búð. Ég náði að kippa með mér pakka af kertum án þess að það bæri mikið á því. Veiðimaðurinn fann borðplöturnar og lét mig skrifa upp hvar á lagernum þetta værir og æddi svo áfram í átt að lagernum. Spurði hvort það væri virkilega ekki hægt að komast hjá því að labba í gegn um alla búðina til að komast þangað. Ég hrifsaði 2 skurðabretti niður úr hillu á hlaupunum á eftir honum og náði honum aftur við hillu 25 þar sem hann var að taka fram aðra borðplötuna. Ég ákvað að flýta aðeins fyrir honum og fór og fann borð lappirnar á meðan og hitti hann við kassann.
Það tekur góðann veiðimann ca 20 mínotur að drepa 2 borðplötur og 8 lappir í IKEA á sunnudeigi.
Friday, November 14, 2008
Sendu póstkort í dag...
að senda heilt alvöru bréf er náttúrlega ekki leggjandi á nokkurn mann.
Þegar ég var á Íslandi síðast fyrir einu og hálfu ári síðan(held ég) ákvað ég að senda afa mínum póstkort í hverri viku eftir að ég væri farin heim. Það hef ég gert og hann ætti að vera komin með hátt í 80 kort.
Ég ímynda mér að á þennann hátt getir ég glatt hann einhvað örlítið alla vega einu sinni í viku þegar hann sækir póstinn. Síðustu misseri hefur ekki verið gaman fyrir fólk að sækja póstinn sinn, þennann sem kemur í póstkassann. Maður fær bara reikninga og auglýsingar. Aldrei bréf aldrei neitt sem minnir mann á vini og vandamenn.
Póstkortin eru ekki merkileg, ekki fréttnæm eða neitt svoleiðis. Segi honum oft bara að allir séu hressir og stundum hvernig veðrið er. Hugsanlega einhverjar smá fréttir og alltaf knús og teikna nokkur hjörtu. Ég held honum þyki vænt um að fá þau samt.
Ef þú átt einhvern að sem þú getur ekki hitt oft og sérstaklega ef sá/sú sama ekki er í e-póst bransanum sendu þeim þá kort við og við. Það eru forréttindi að geta glatt einhvern með svoleiðis lítilræði.
Tuesday, November 11, 2008
Aldrei ró
Frekar sorglegt atriði í lífinu er að ég á bara einn BL disk eftir, gerir ekki svo mikið til kannski. Ég byrja bara aftur á seríu eitt eða fer að ráða krossgátur út í eitt.
Sirocco fer í sprautu á morgun alveg eins og hin litlu börnin. Vona að hann verði góður, hann var það síðast. Ég er farin að loka stákana inni í svefnherbergi við og við og sækja Ronju. Henni finnst það öfga nice. Liggur á teppi í sófanum og lætur klappa sér non stop í hálftíma eða svo. Svo er hún alveg til í að lossna frá mér og strákunum er hleypt aftur út.
Í kvöld er einkasonurinn búin að áhveða að við eigum að borða pítu með buffi. Með ekta íslenskri pítu sósu í boði Mola frá því í sumar. Gott!
Friday, November 7, 2008
Boston Legal time again
Happy times! Ég er háð þessum þáttum. Fékk nýu seríuna í fyrra dag og í gær þegar ég var búin að stússast í matnum og fara í labbitúr með gæjana mína hlammaði ég mér fyrir framan sjónvarpið og horfði á fyrsta diskinn. Alveg dásamlegt. Ég fékk bara að horfa á einn disk fyrir mér því ég vildi ekki vaka hálfa nóttina. Var svo frekar svekt þegar diskurinn var búinn því mig langaði að sjá einn þátt í viðbót en bannaði mér það. Svaf svo vel og rækilega til 4.00 eða þangað til kettinum byrjaði að langa út á lífið.
Engin plön fyrir helgina nema taka til og kanski þvo gluggana. Það er helvítis lýgi, ég ætla að horfa á BL alla helgina bara.
Thursday, November 6, 2008
Per engli var stolið
Gott að vera komin á sinn eigin bíl alla vega.
Fór svo og keypti mér rosalega mikið af fötum. Eða 5 föt sem er rosalega mikið finnst mér. Fór svo heim að taka til. Það er alltaf svo gaman hjá mér. Bjó svo til rosalega góðar vor rúllur með vondum hrísgrjónum. Unkel Ben er ekki frændi minn, finnst hrísgrjónin hans vond. Ég kemst yfir það, ekki hafa áhyggjur.
Obama? Æðislegt bara. Þó ekki væri nema vegna þess að við erum laus við Palin.
Færeyingar? Who knew?
Tuesday, November 4, 2008
Búin að ná mér eftir helgina
Frí á morgun og sennilega get ég farið og sótt geðveika bílinn til Per Åka engils. Það er fínt því ég er hrifnari af mínum klikkaða bíl en af gamla bíl eiginmannsins elskulega sem er traktor. Eða sjálfskiptur Volvo af eldri módeli sem er í raun sami hlutur.
Mér leiðist bílar......
Monday, November 3, 2008
Þrjú hjól undir bílnum...
Eftir klippingu og öfgafullar strípur á föstudaginn lagði ég af stað til Landskrona í gæsa veislu hjá mömmu og pabba. Alvöru gæsa veislu sem gengur út á að borða einmitt gæs með tilheyrandi meðlæti.
Við héldum fyrst til Växjö. Tveir hundar, einkasonurinn, frumburinn og ljós lífsins. Þar keyptum við vetra frakka á einkasoninn sem er alveg afskaplega myndalegur og töff í honum. Það var étið í bílnum, mat keyptan hjá Mc Donalds. Engum tíma eytt í að fara inn að éta því við vorum að flýta okkur.
Þegar við vorum svo komin 50km framhjá Växjö og áttum eftir um 25km að næsta bæ byrjar tónninn í bílnum að breytast allt verulega. Ég hægði á mér og hætti við að taka fram úr vörubílnum sem var á undan mér og segji við unga fólkið. "Það getur nú ekki verið að það eigi að heyrast svona hátt í dekkjunum, þó maður sé komin á ný naggla dekk" Þar á eftir heyrðist enn verra hljóð og einhvað mikið var að svo ég hægði hægt og rólega á mér og fór út í kant. Steig út úr bílnum og skoðaði dekkin og viti menn. Vinstra framdekkið var upp í brettinu og sat ekki fast með neinu. Engar rær ekkert. Ég veit ekki mikið um bíla en var frekar viss um að öll 4 dekkin eigi að sitja föst á bílnum og þá helst með stæðilegum róm.
Ég hringdi í manninn minn og hræddi líftúruna úr honum. Hann gat ekki mikið annað gert en nötra af skelfingu enda rétt ókomin til Gautaborgar í bíl með öðru fólki á leið að vinna á heimilissýningu. Þar sem hann gat náttúrlega ekki hjálpað mér þá hringdi ég í pabba og náuði með því að hræða móðir mína og hann almennilega. Ég fékk þá ráðið að hringja í veg hjálpina og sagðist svo muna láta vita af mér seinna.
Ég er þá sem sé stödd í miðju engu með 3 krakka og 2 hunda 25km frá öllu og er að spá í hvort ég eigi að fara að grenja. Eftir litla umhugsun ákvað ég að gera það ekki og skipti yfir í auto pilot mod. Þegar ég er að fara að hringja sé ég útundan mér að bíll stoppar fyrir framan mig og ungur maður kemur út úr bílnum. Þar var engill að nafni Daniel á ferð. Daniel spurði hvort við værum svo heppin að ég væri með tjakk í bílnum. Svona veit ég ekki en minnti að ég hefði séð einhvað tæki undir auka dekkinu einhvertíman og ég sótti það tæki og sagði aumingjalega "ég er með svona en ég veit ekki hvað þetta er"
Daniel var ánægður með tækið og tjakkaði bílinn upp, skoðaði og setti dekkið þar sem það á að vera, tók eina ró/skrúfu úr hverju af hinum dekkjunum og festi dekkið. Svo sagði hann mér að keyra á undan honum rólega og að við mundum svo tékka á þessu aftur eftir 20km eða svo. Ég byrjaði að keyra öfur hægt og heyrði skruðninga mikla og eitt klonk. Klonkið var bremsu einhvað sem datt af.
Þetta þýddi að ég var ekki með bremsur nema handbremsu og nú var ekki um annað að ræða en að reyna að komast þessa 25km að næsta bæ og finna verkstæði og hugsanlega bílaleigu bíl. Engillinn Daniel keyrði á eftir mér í 50km hraða alla leið að verkstæðinu í Älmhult sem var náttúrlega lokað þar sem klukkan var að verða hálf sjö. Engillinn sá samt einhvern þar inni og bankaði og talaði þar við annann engil sem heitir Per Åke og var þarna staddur að hjálpa vini sínum með hans bíl.
Bílaleigan var líka lokuð en þar sem hann kenndi í brjóst um mig hringdi hann í manninn sem sér um þetta og reddaði þessu einhvern veginn með því að fara sjálfur að ná í bíl fyrir mig. Daniel minn yfirgaf mig ekki fyrr en Per var búin að lofa að ég fengi bíl og að það yrði allt í lagi með okkur. Ég vissi ekki að það væri til svona fólk! Og svo er ég svo mikið fífl að ég veit ekki neitt meira um Daniel en þetta og get ekki haft samband við hann og þakkað honum betur fyrir að hjálpa mér svona mikið. En ég fer með konfekt kassa til Per þegar ég sækji lagaða bílinn minn í vikunni.
Restina af helginni var ég svo að dillast á 300 þúsund króna splunku nýum bíl og ekki minst unglingarnir voru hamingjusöm yfir því. Restin af helgini var salla fín, gæsin góð og heim ferðin róleg.
Thursday, October 30, 2008
Manndráps skap er leiðinlegt skap.
Svo fóru þau með mér götótt og eins og tvö lítil ljós og hjálpuðu mér að kaupa gjafir sem ég ætla að gefa og að kaupa sokka á mig og svona ýmislegt smávægilegt. Svo langt var allt í fína með skapið á mér. Vissulega var ég ekki ánægð með að furmburin ekki gat drullast með en sætti mig þó við það.
Eftir að ég kom heim steyptist yfir mig geð fýla. Frumburinn hafði notað dagin til að taka til og skipt á rúmi sem var búið að sofa 5 nætur í og með þessu fyllt tómu þvotta körfuna. Mig langaði ekki í matinn sem ég var að fara að elda og einkasonurinn skoðaði vetra jakkann sem við pöntuðum og höfðum sótt á pósthúsið og komst að því að þó hann kostaði 1800 krónur sænskar þá var þetta ekki vetrar jakki eins og við héldum heldur vind og regn jakki.
Ég fór í manndráps skap og fanst heimurinn vera svo á móti mér. Líka álfarnir og tröllin og allir vinir þeirra. Ég var svo fúl að ég hefði getað grenjað.
Seinna um kvöldið þegar það var búið að sækja ljósið í lífi frumburans. Sem kom klukkutíma of seint með rútu sem var sett inn í staðin fyrir lestina sem bilaði og það var búið að koma þeim heim í hús. Gátu svo loksins einkasonurinn og ég í sameiningu lagað í mér skapið.
Hvernig?
Með kanelsnúðum og kaldri mjólk.
Ef maður fær kanelsnúða og kalda mjólk þá sér maður hvað allt er gott í rauninni og að maður þarf ekki að grenja af geðvonsku yfir því að þvotta karfan er aldrei tóm eða vegna þess að maður þarf að skipta jakka. það eru verri hlutir sem geta skeð.
Tuesday, October 28, 2008
Bæ bæ Obama paj og annað tuð
Prinsessan er heima en sést lítið. Er með ljós lífs síns í tóli allann sólahringinn og hefur lítinn sem engann tíma fyrir neitt annað. Við tvær förum í verslunar ferð á morgun og svo loksins loksins kemur ljós lífsins með lest um kvöldið. Það má engann veginn leggja svona mikið á þau og pína þau að vera frá hvort öðru yfir 3 sólahringa. Verð að reyna að passa upp á það.
Sirocco skapofsa hundur beit mig til blóðs í fyrradag og er í bootcamp núna. Greinilega alveg útilokað að slappa einhvað af í uppeldinu á honum blessuðum.
Ég er búin að afskrifa Obama greyið. Held að hann sé alveg búin að vera. Átti svo sem aldrei almennilegann séns sót svartur eins og hann er. En ef það er einhvað verra en að vera svartur að bjóða sig fram í forseta kosningum í USA þá er það að vera sósíalisti að bjóða sig fram í forseta kosningum í USA og Obama sagði ljótan hlut, hann sagði "spreed the wealth" mjög ljótt!! Skiptum gróðanum á milli allra, Ónei ónei ónei! Ameríkanar vilja hugsanlega gefa af sínum gróða til kirkjunnar og til hjálpa stofnana en það vilja þau gera vegna þess að það er fallega gert af þeim. En ef einhver svartur hálf kommunisti ætlar að hækka skattana og fara að hjálpa allt og öllum þá er málið dautt. Bæ Bæ mister Obama paj drive your Chevi to the leve trall lalla la.
Vesalings heimurinn sem verður þá að upplifa Skrögg og Ofasatrúuðu bjálfuna í það minsta í fjögur ár.
Thursday, October 23, 2008
Vill einhver vorkenna mér mjög mikið!
En nei nei jaxlinn ætlar upp og ég ætla ekki að standa í þessu í fimmtán ár svo ég ákvað í gær þegar helvítið byrjaði að kvelja mig að ég mundi bara hringja beint í tannsa og heimta að hann tæki hann. Ég ætlaði nú bara að láta svæfa mig og út skildi helvítið strax í dag. En vegna þess að guð hatar mig þá er tannsi og stelpurnar sem vinna hjá honum öll á einhverju námskeiði (segir símsvarinn hans) ((það er að sjálfsögðu lýgi og hann og dræsurnar eru á fylliríi og öll í haug uppi í rúmi að riðlast hvort á öðru)) og þar með losna ég ekki við andskotans jaxlinn. Ég er á fljótandi fæði, í manndráps skapi og hef engann húmor fyrir þessum kvölum sem engin verkjatafla hjálpar við.
Svo viljið þið gleyma ykkar smá vandamálum varðandi kreppu, andlát og aðra smámuni um tíma og andskotast til að vorkenna mér. I am in pain!!
Tuesday, October 21, 2008
ARRRRRG
Ég gleymdi að fara í klippingu og strípur í gær!!!! Átti tíma 17.30 og mundi eftir þessu í sturtunni í morgun. Þoli ekki svona gleymsku og fíflagang!! Ég var búin að bíða eftir þessu og röfla um þetta vikum saman og hlakka svo til.
Er að reyna að ná í hárgreiðslu dömuna til að athuga hvort hún vilji láta mig hafa annann tíma..... arg!
Monday, October 20, 2008
Rosa gaman á nýa hunda námskeiðinu
Við Sirocco fórum í gær á námskeið í að finna týnt fólk. Sjúklega gaman fannst okkur báðum. Við ætlum sko að fara að leita bara að fólki alveg sama hvort það er týnt eða ekki. Nei ég segi svona. En þetta var svaka gaman og ég hlakka svo til að fara aftur. Því miður er þetta bara 3 skipti annan hvorn sunnudag. En ég verð bara að finna annað par af hundi og manneskju sem vill koma í svona leik. Verða alltaf að vera tveir, einn sem felur sig og einn sem finnur... þeas fer með hundinum sem finnur þennann týnda.
Annars var helgin mjög róleg. Bjó til heimatilbúnar vorrúllur sem voru öfga góðar og það á ég eftir að gera aftur. Annars var lítið gert nema fara í labbitúra með voffalingana og legið í leti þess á milli. Ágæt helgi bara ég á eftir að sakna hennar.
Tuesday, October 14, 2008
Thursday, October 9, 2008
Botnlanga köst og fleira
Hún var ósköp þreytt og lítil í sér í gær en er öll að hressast og sennilega á leið heim til ljós lífsins as we speak. Þau koma til okkar á morgun í veisluhöld og almennt dekur og verða yfir helgina. Frumburinn kann ekki að skammast sín og verður sextán ára innan skamms eða þann 14 október og við munum halda uppá það á laugardaginn.
Hún er búin að panta kökur (ég er orðin kökubakara móðirin mikla) fyrir sig og ljósið. Sem sé kökur sem ekki eru fyrir afmælið (þá er búið að panta 2 tertur) Ég sá mér leik á borði og ætla að hafa þetta sitt hvora tertuna fyrir þau með 16 kertum á annari fyrir hana og 17 kertum á hinni fyrir hann. Ljósið á nefnilega líka afmæli innan skamms. Hvað smáköku bakstur varðar er ég að spá í að gera Lion Bar kökur og Tobleronekökur. Þær ættu að vera nægjanlega íslenskar og þar með gottiríislegar fyrir þau.
Ég hlakka mikið til að sjá litla frumburann minn, gefa henni knús og skipa henni að vera nær mér næst þegar hún fer í uppskurð!!
Tuesday, October 7, 2008
Neyðarlög og annað spennandi
Ég elska landið mitt gamla meir en orð fá lýst en ég er ósköp fegin að ég bý ekki þar núna.
Monday, October 6, 2008
Alltaf svo myndaleg
Á föstudagskvöldið sat ég og hafði ekkert fyrir stafni. Zappaði sjónvarpið og var að leita mér að einhverju örlítið áhugaverðu. Og hvað fann ég... Deer hunter, ekki séð hana síðan áttatíu og einhvað. Kornungir Robert De Niro och Christofer Walker. Alltaf góðir! En mikið er myndinn svakaleg.
Á laugardaginn notaði ég frítíman til að sjá tvær myndir í viðbót. Fyrst sá ég The Departed. Leonardo Di Caprio hefur aldrei gert neitt sérstakt fyrir mig fyrr en í þessari. Matt Damond er og verður góður leikari en gerir enn ekkert sérstakt fyrir mig. Varðandi Jack Nicholson þá er mér skapi næst að halda að maðurinn sé ekki að leika. Hann sé bara verulega geðveikur. Hann fer alltaf á kostum í einmitt svona hlutverkum. Hver gleymir svipnum á honum í The Shining? En svo hef ég séð hann í Terms of indearment og About Smith þar sem hann sýnir á sér aðra hlið. En það er ekki hægt að neita því að maðurinn er bestur sem fríking geðsjúklingur. Í one flew over the cuckoos´s nest er maðurinn líka alveg dásamlegur.
Síðasta myndin var svo Freedom writers og þá mynd verður maður bara að sjá. Sannsöguleg mynd sem sýnir hvað ein manneskja getur breytt miklu fyrir marga. Miss G er hversdags hetja sem enginn getur annað en litið upp til.
Að öðru leiti var helgin notuð í labbitúra og tiltekt. Bara svona eins og venjulega. Einkasonurinn er heima með hita og hálsbólgu og ég væri alveg til í að vera heima hjá honum og passa hann. En hann er víst orðinn of stór fyrir það.
Saturday, October 4, 2008
Bæarblokkafrúin frá Breiðholtii
Mamman hitti svo mann. Han var venjulegur verkamaður. Hvorki ríkur né fátækur. Mest bara venjulegur. En svo skeði einhvað, hann fékk að fara á vegum fyrirtækisins sem hann var að vinna hjá til útlanda. Hann vann ekki betur og ekki verr en fyrr, en hann fékk mikið betur borgað. MIKIÐ BETUR og það kostaði mun minna að lifa þar sem hann var staðsettur.
Mamman fór að sjálfsögðu með honum og allt lék í lindi. Bæjarblokka mamman og verkamaðurinn urðu rík á þessu. Steinrík! Allt í einu orðin auðug og virkilega í þörf á einhverju passandi að gera. Þau fóru í siglingu með rosa flottu skipi en voru ekki alveg nógu ánægð með það. Þau ferðuðust um allann heim, en nei, það var ekki heldur að gera sig. Bæjarblokkafrúin var enn jafn leið. Allavega á svipinn.
Þau héldu áframm að reyna, byrjuðu að spila gólf. Það gerir allt ríkt fólk, því kylfurnar eru svo dýrar og ekkert verkamanna fólk hefur efni á að borga gjöldin fyrir að fá að vera með í gólfklúbbunum. Þar með ættu verkamaðurinni og bæjarblokka frúin að vera búin að gera sitt til að komast frá þessu fátæklinga pakki í eitt skipti fyrir öll.
En nei, þetta var ekki alveg svona auðvelt. Þau hittu aldrei neitt annað ríkt fólk sem vildi tala við þau. Þau fluttu land úr landi og reyndu en fundu engann sem vildi vera vinir þeirra.
Sagan endar þegar bæjarblokka frúin og verkamaðurinn eru á gólfvelli einhverstaðar í Svíþjóð alein án vina eins og venjulega, í frekar leiðinlegu veðri....
Kannski heyrum við um þessi tvö aftur. Þau eru svo gott efni í svo margt.
Ekki halda að STAÐA eða PENINGAR geri þig af merkilegri manneskju. Það eina sem getur gert þig af merkilegri manneskju er að þú sért merkileg manneskja og það hefur ekki með peninga og stöðu að gera. Gerðu það sem þú getur fyrir fólkið og ekki minnst börnin og unglingana hringinn í kringum þig. Ekki gleyma dýrunum! Og vertu eins mikil manneskja og þú getur eins oft og þú getur!
Takk fyrir mig, og ef þú átt svo mikið af peningum að það per seij gerir þig merkilegann þá er reiknings númerið mitt xxxx 222xxxx 4444 og ég tek allt sem þú ekki þarft og nota það í góða hluti!
Thursday, October 2, 2008
Svaf yfir mig í morgun
Var að öllum líkindum með einhverja þráhyggju í gær og stillti ekki klukkuna. Einkasonurinn kom og sagði mér að klukkan væri korter yfir 7 og ég varð eigilega frekar pirruð yfir því bara. En þetta hafðist. Ég smurði mér brauðsneið og át hana svo í bílnum á leiðinni í vinnuna. Ég get nú ekki sagt samt að mér finnist gaman að sofa yfir mig. Við skulum hafa það á hreinu.
Tuesday, September 30, 2008
Er að koma kreppa? Er kannski komin kreppa?
Það þarf ekki að gá vel til að sjá að einhvað mikið er að ske í fjármálaheiminum. Hér hjá mér er svosem rólegt enn. Nema þá helst fyrir vesalings ríka fólkið sem á mikið af hlutabréfum. Því er vorkunn, það átti minna í gær en í fyrra dag og enn minna í dag. Matvörur hafa hækkað talsvert síðustu mánuði eða um 6% segja ráðamenn. Það er lýgi! Nema að ég kaupi fáránlega matvöru eða einhvað því ég mundi segja um 20% Annars er allt sæmilega rólegt.
Ég aftur á móti bíð ekki alveg í ástandið á Íslandi og þykir ástandið leitt í USA þar sem ástandið þar stýrir restinni og mér finnst betra að geta lifað af laununum mínum. Helst vildi ég vera auðug en það hefur aldrei verið inni í dæminu svo það þýðir ekki að velta sér uppúr því.
Sem betur fer er hægt að draga úr ýmsu enn. Það má hafa rökkur inni og lengi má éta graut. Föt má lappa og laga og síma þarf maður ekki að nota. Bækur, blöð, sjónvarp, tölvur allt óþarfi hvort sem er. Og svo mætti lengi telja.... ef maður nennti. Annars er ég meira hrifin af því sem ég heyrði um daginn: Maður verður að eyða sig úr kreppunni. Að spara sig úr kreppu er ómögulegt! Já ég veit ekki....
Monday, September 29, 2008
Gaman að sjá frumburann um helgina
Tengdaforeldrarnir virðist hið mesta sóma fólk og eru ósköp indæl og fín. Við fórum fyrst í kaffi og köku hjá þeim og skoðuðum húsið, garðinn og spjölluðum við hundinn þeirra. Svo fórum við með dótið okkar á hótelið sem var ágætt og svo komu tengdaforeldrar og unglingar til okkar þar og við fórum í labbitúr um bæinn. Skoðuðum eitt og annað og okkur leyst bara vel á Enköping. Svo settumst við í setustofuna á hótelinu og spjölluðum saman í smá stund áður en þau fóru heim svo unglingarnir gætu skipt um föt og gert sig fín fyrir matinn.
Við fórum á voðalega huggulegan stað sem heitir hvíti fíllinn og býður upp á svakalega góðann tælenskann mat. Svo enduðum við kvöldið með spjalli og kósíheitum heima hjá þeim. Við erum ekki meiri manneskjur en að við urðum að pilla okkur upp á hótel um klukkan 23,00 alveg búin á því eftir langa ferð.
Eftir morgunmat fórum við svo og náðum í frumburann sem kom með okkur upp á hótel og við unnum aðeins í heima námi. Svo sóttum við ljós lífs hennar og fórum með unglinana út að borða hádegis mat. Aftur Tælenskann en á öðrum stað. Svo var því miður bara komið að því að kveðja enda 5 tíma ferð heim.
Unglingarnir koma svo til okkar helgina 10-12 október og þá ætlum við að halda uppá afmæli frumburans. Það verður gott að sjá frumburann aftur þá og enn betra að fá að hafa hana í haustfríinu í tíu daga heima.
Friday, September 26, 2008
Ohhh ég er svo mikil hænsna mamma
Ég var að komast að því bara rétt í þessu að ég verð auðvitað að baka kók skúffuköku dauðans og taka með handa frumburanum. Hún elska þessa köku alveg svakalega mikið. Nú og svo verður einhvað eftir handa einkasyninum og pössurunum.
Fór í búðina og keypti osta, kex, sultu, hunang, kerti, konfekt og ýmislegt fyrir stjúpfjölskylduna. Og er bara nokkuð ánægð með mig í augnablikinu.
Nú og svo keypti ég sokkabuxur, tímarit, sjampó, hárnæringu og hitt og þetta smávægilegt handa frumburanum. Ohhhhh ég er svo sæt í mér að það er ótrúlegt. Ég er líka rosalega sæt og skemmtileg og vitur og fátæk (núna) nei djók. En ég er samt sæt í mér stundum!
Hver vex hratt?
Á morgun bregðum við eiginmaðurinn undir okkur betri fætinum og skreppum að heimsækja frumburann í Enköping. Við ætlum að leggja af stað snemma eða um átta. Það pirrar mig því það er laugardagur og ég vil sofa út. Það hlægilega er að ég sef aldrei út, vil bara geta gert það. Um helgar er ég vanalega komin út með hundana um átta svo það er ekki eins og ég sé sí sofandi út neitt.
Ég ætla samt að gera það einhvertímann. Sofa út meina ég. En það verður þá ekki á morgun. Svo í dag eftir vinnu verður í ýmsu að stússast. Er að spá í að kaupa osta körfu og gefa stjúpfjölskyldu frumburans fyrir að passa hana fyrir mig. Svo vantar mig ferðatösku til að taka með dót frumburans í, og ég hef ekki hugmynd um hvar ég fæ hana.
Er einhver búin að gera sér grein fyrir því að frumburinn er að verða ROSALEGA fullorðin, hálf flutt að heiman og allt. Þessi börn, maður er rétt farin að venjast því að eiga þau og þá flytja þau bara.
Amma og afi koma svo í kvöld og ætla að passa hundana fyrir mig á meðan ég er í burtu. Og kanski líta þau til einkasonarins líka ef þau hafa tíma. Svo ég hef einhvern góðan snæðing fyrir okkur öll í kvöld.
Thursday, September 25, 2008
Tuesday, September 23, 2008
Christiania
Eftir afmælisveislu frænku minnar sem haldin var í Köben helgina sem var skruppum við öll til Christiania. Sjálf hafði ég aldrei komið þarna og var meira en lítið hissa. Ekki það, ég vissi ekki hverju ég átti von á en ég veit að það var einhvað annað en það sem ég sá þarna. Þetta er meiri háttar flottur staður. Ég á eftir að koma við þarna aftur við fyrsta tækifæri en þá verður það fyrir myrkur. Ég vil hafa tækifæri til að skoða öll litlu húsin sem fólkið sem býr þarna er búið að byggja og laga sjálft. Skoða listmuni og annað sem er búið til þarna og fá mér kaffisopa eða einhvað álíka og skoða mannfólkið.
Ég geri slag í þessu sem fyrst og vona að helví... millarnir ekki nái að jafna þetta með jörðu og byggja einhvað luxús dæmi fyrir ríka fólkið þarna þangað til.
Endilega ekki gleyma að skoða þetta næst þegar þið eruð í Köben.
Monday, September 22, 2008
Skólastúlkan mikla
http://www.westerlundska.nu/ Þarna get ég séð að hún fær hakkabuff með jógúrt sósu og bulgur í hádegismatinn og að það er foreldrafundur þriðjudaginn 30. Sept ásamt mörgu öðru.
Tuesday, September 16, 2008
Ohhhh, ég nenni þessu ekki
Grút þreytt í dag eftir svefn litla nótt. Unglingarnir vekja Sirocco sem vekur mig með látum. Unglingarnir tuða og suða og ég heyri andskotann í þeim þó ég sé hálf sofandi. Var rétt komin á lappir (ekki vöknuð samt) þegar Sirocco rauk yfir grindina inn til kattarins og allt fór í háa loft þar inni. Kisa hljóp upp á loft og ég greip Sirocco þar sem hann spólaði á gólfinu að reyna að komast á eftir henni.
Sirocco var fleygt inn í svefnherbergi og hurðinni lokað. Ég settist stúrinn við eldhúsborðið og maulaði brauðsneiðina mína. Eftir hálfa brauðsneið sótti ég hundinn, hnippti í Timmy og fór með þá út. Þessu sinnir venjulega eiginmaðurinn elskulegur en þar sem Sirocco svaf svo illa um nóttina þá nennti hann ekki út á réttum tíma og með honum. Eftir að hafa hálf drepið köttinn úr hræðslu aftur á móti var blóðið komið svo vel á stað í æðunum á honum að hann var alveg til í einn rúnt.
Ég get svo svarið að ég kíkti ekki í spegil einu sinni áður en ég lagði af stað út. Skipti svosem ekki máli, það eru fáir á ferð í rigningu fyrir klukkan sjö. Þegar heim var komið fengu hundarnir morgunmat og ég kláraði minn. Ég fletti dagblaðinu, sá samt ekkert í því. Greiddi mér, burstaði tennur og fór út í bíl. Nú er ég hér í vinnunni og gæti gubbað. Ég nenni ekki svona morgnum ég segi það satt!!
Friday, September 12, 2008
Kók skúffukaka
Bakaði tvær skúffu kökur fyrir vinnu félaga eiginmannsins elskulega. Þau áttu það bara skilið fyrir að þurfa að umgangast hann alla virka daga. (Það var komið að honum að hafa með sér með föstudags kaffinu) Önnur var mjög góð en hin var geðveikt góð! læt hér fljóta uppskrift af henni.
Kók skúffukaka dauðans
BOTTN
3 Egg
4,5 dl Sykur
225 g Smjör
2,25 dl Coca Cola
6 dl Hveti
1,5 msk Lyftiduft
1 msk Vanelusykur
4 msk Kako
GLASSÚR
100 g Smjör
5 dl Flórsykur
4 msk Coca Cola
1 msk Vanelusykur
SKRAUT
Brúnt kökuskraut
Ofnhiti 200 gráður. Setið bökunar pappír í ofnskúffuna (ca 30x40) Bræðið smjörið á vægum hita. Þeytið egg og sykur ljóst og létt. Blandið saman þurru efnunum og blandið með eggjahrærunni ásamt kókinu. Hrærið svo allt blandist vel. Bætið smjörinu samanvið og blandið. Hellið deiginu í ofnskúffuna og bakið í 15-20 mínútur.
Nú er hægt að gera á tvennann hátt. Annað hvort er hægt að hafa glassúrinn bakaðann eða kaldann (á myndinni er glassúrinn kaldur) Enn sem komið er hef ég þó bara gert bakaðann.
Í báðum tilvikum byrjar maður á að bræða smjörið og blandar svo restinni í.
Ef baka á glassúrinn þá: Tekur maður kökuna út rétt áður en hún er tilbúin og breiðir yfir glassúrinn, setja svo kökuna aftur í ofninn og baka áfram í ca 4 mínútur eða þangað til glassúrinn sýður (myndar kúlur) og þornar inn í kökuna. Strá svo yfir kökuskrautinu um leið og hún er tekin út og skera skúffukökuna í hæfilega bita. Láta svo kökuna kólna bara í rólegheitum áður en bitarnir eru teknir úr skúffunni og hreinlega étnir. Kakan er þó enn betri þegar hún er aðeins köld eins og úr ísskáp.
Kaldur glassúr: Kakan látin kólna alveg í géggn svo glassúrinn breyddur yfir. Skreytt með kökuskrautinu og kakan skorin í risa stóra eða pínu litla bita. Já eða bara hæfilega stóra bita.
Verði öllum að góðu. Afskaplega góð kaka sem mun vera bökuð oft heima hjá mér og þér líka ef þú prófar þetta!
Thursday, September 11, 2008
Monday, September 8, 2008
Internet fífl
Thursday, September 4, 2008
Temmilega mikið Tempur
Þegar ég var komin inn ráfaði ég um í reiðileysi og fann ekki neitt. Spurði til vegar og fann alltof mikið af svona dýnum. Sennilega einar 50 tegundir allar í að minsta 3 stærðum. Ég var alveg að tapa mér. Tíminn var að renna frá mér, hundurinn einn úti í bíl að bíða og ég komin í þennann líka dýnu hasar dauðans. Ég sleit og reif og leitaði að T10 90/200 og fann allt annað en það. Á endanum rak ég augun í skilti um Tempur dýnur og að þær væru algert heimsmet í þægindum. Ég reif eina þannig í réttri stærð útúr hillunni og ríndi svo á verðmiðana á hillunni því ekki stóð neitt um hvað krafaverkið kostaði á dýnunni sjálfri.
Ég svittnaði, það voru 200 verð með alskonar heitum og stærðum og ég gat ekki unnið mér til lífs að sjá hvað þessi sem ég var með í höndunum kostaði. Þar sem góð ráð voru dýr tók ég skyndi ákvörðun og hljóp í átt að kassanum með dýnuna. Sagði við konuna að ég gæti bara ekki lesið mér til um verðið á þessari dýnu og spurði hvort hún gæti hjálpað mér.
Hún varð alveg svakalega roggin með sig og sagði að þessi dýna væri einmitt á tilboði. Ég þóttist hissa og beið svo spennt eftir svarinu. Var búin að setja efsta mark á 800 og ekki krónu yfir 1000 Konan skein eins og sól og sagði mér að dýnan væri á 650 og hefði kostað 1300 og þar með sló ég til.
Svaf alveg afskaplega vel svo í nótt fyrir utan að hundur (hundskratti) byrjaði að gellta úti um 1 og vakti þar með Sirocco sem gellti enn hærra og vakti mig, og fyrir utan að kötturinn vildi fara út um 2 enda ný búin að spara 650 krónur á einu kvöldi með því að kaupa dýnuna.
Er skrambi góð í bakinu í dag en það er náttúrlega ekki að marka því það er fínt annað slagið en það má vona að kraftaverka dýnan ódýra hjálpi....
Saturday, August 30, 2008
The original party animal
Thursday, August 28, 2008
Djö.... var gaman á agility námskeiðinu í gær
Ég var búin að vera ansi mikið á báðum áttum með að fara. Skít hrædd um að ég mundi gera mig að fífli því við Sirocco erum ekki búin að æfa okkur neitt í sumar. Við erum búin að vinna í ýmsu öðru í sumar en ekki agility.
Hvað haldiði svo, Sirocco er bara natural born agility champion og lét eins og við værum búin að æfa 3 svar í viku alveg síðan síðasta námskeiði lauk. Algjör stjarna. Búin að þroskast heilmikið og lét ekki illa við hina voffana sem voru þarna, enda svo sem sami hópurinn og hann er alltaf góður með þeim sem hann þekkir. Gott ef litli villingurinn minn er ekki bara allur að koma til. Aftur var veðrið ekki skemmtilegt þetta kvöld því það var ausandi rigning allt kvöldið og við öll blaut inn að beini. En skítt með það þetta var sjúklega gaman!
Næsta skipti er á sunnudaginn klukkann 11.00 og ég hlakka til. Ég veit ekki með Sirocco því hann er alveg búinn á því í dag og vill bara sofa. Fór ekki einu sinni með í hálf tíu kaffi og þá er mikið sagt.
Annars er ekki mikið fréttnæmt. Frumburinn fer til ljós lífsins á morgun og verður í 10 daga. Einkasonurinn plummar sig skólanum og fótboltanum, makinn gerir það sem hann gerir og ég það sem ég alltaf hef gert.
Sunday, August 24, 2008
Silfur er Gull
Ég vona samt að Íslendingar geri sér grein fyrir hvað þetta silfur er stórt!! Ísland er æðislegt og ég ætla að láta tattúera landið mitt á mig. Veit bara ekki hvort það verður á handlegginn eða kinnina....sjáum bara til. Ég er rosalega stolt yfir að vera Íslensk og ég er ofboðslega stolt af landinu mínu og ég er ofboðslega stolt af handboltaliðinu okkar!!!!
Vogiðið ykkur ekki að vera ekki stolt af "strákunum okkar"
ÁFRAM ÍSLAND!
Friday, August 22, 2008
Reykstopp = eitt ár
23. ágúst
Enn gengur allt vel. Búin að fara út að labba með hundana og búin að fá mér hádegismat. Núna hef ég ekki reykt í 15 tíma og ég veit að það er nú ekki neitt sérstakt afrek! Nema vegna þess að ég hef ekki verið reyklaus svona "lengi" síðan 1991 Þá gerði ég alvöru tillraun til að hætta og gat það í uþb viku. Svo hef ég bara tekið það svo nærri mér að það tókst ekki að ég hef ekki reynt síðan nema einhvað svona hálfhjartað og lukkast í einhverja tíma.
24. ágúst
Ég get nú ekki sagt að mér finnist gaman að hætta að reykja. Það eru komnir rúmlega 40 tímar síðan ég reykti síðast og þetta hefur gengið ágætlega. Ég er með sígarettur gjörsamlega á heilanum og verð hissa þegar ég tek eftir að það eru liðnar 3-5 mínótur frá því að ég hugsaði um sígarettur. Semsé er þetta alveg stöðugt í heilanum á mér. Ég svaf mjög illa í nótt, vaknað margoft og var í því að bylta mér framm og til baka. Hvað haldið þið að hafi skotist upp í kollinn minn í hvert skipti sem ég vaknaði? Já nú er spurt!
Ég mæli eindregið með því að fólk sé ekki að byrja að reykja! Og get lofað því að ef fólk vissi hvað það þarf að ganga í geggnum til að hætta að reykja þá mundi það andskotinn hafi það aldrei byrja!
9. september
Jepp, einn enn svona dagur. Mig er búið að langa ógeðslega mikið í sígo og er alveg að gefast upp á þessu.
En ég tek bara kukkutíma í einu og geri mitt besta til að falla ekki.
Ávinningurinn af því að hætta að reykja
Áhrifin á heilsuna af því að hætta að reykja láta ekki á sér standa: Eftir 20 mínútur lækkar blóðþrýstingur og púls og blóðrás batnar. Eftir 8 tíma hefur kolsýrlingur (CO) í blóði minnkað um helming og eftir 48 tíma er hann horfinn. Þá er lyktar- og bragðskyn einnig komið í eðlilegt horf, hósti og andþyngsli að hverfa og auðveldara fyrir lungun að kljást við sýkingar. Eftir eitt ár hafa líkurnar á að fá hjartasjúkdóma minnkað um helming og eftir 5 ár er hættan á að fá hjarta- og æðasjúkdóma álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Eftir 15 ár er hættan á að fá lungnakrabbamein orðin álíka mikil og hjá þeim sem aldrei hafa reykt. Félagslegur ávinningar eru líka mikill, m.a. vegna þess að í flestum nútíma samfélögum er orðið erfitt fyrir fólk að reykja.
Wednesday, August 20, 2008
True story
It was a busy morning, about 8:30, when an elderly gentleman in his 80's arrived to have stitches removed from his thumb. He said he was in a hurry
as he had an appointment at 9:00 am. I took his vital signs and had him take a seat, knowing it would be over an hour before someone would to able to see him. I saw him looking at his watch and decided, since I was not busy with another patient, I would evaluate his wound. It was well healed, so I talked to one of the doctors,
got the needed supplies to remove his sutures and redress his wound. While taking care of his wound, I asked him if he had another doctor's appointment this morning, as he was in such a hurry.
The gentleman told me no, that he needed to go to the nursing home to eat breakfast with his wife. I inquired as to her health. He told me that she had been there for a while and that she was a victim of Alzheimer's Disease. As we talked, I asked if she would be upset if he was a bit late. He replied that she no longer knew who he was, that she had not recognized him in five years now.,
I was surprised, and asked him, 'And you still go every morning, even though she doesn't know who you are?' He smiled as he patted my hand and said, 'She doesn't know me, but I still know who she is.' I had to hold back tears as he left, I had goose bumps on my arm, and thought, 'That is the kind of love I want in my life.'
True love is neither physical, nor romantic. True love is an acceptance of all that is, has been, will be, and will not be.
The happiest people don't necessarily have the best of everything; they just make the best of everything they have.
'Life isn't about how to survive the storm, but how to dance in the rain.' 'It's your behavior, not your title, that wins respect.'
Monday, August 18, 2008
Ég er með afsökun fyrir þessu....
Og hvað sé ég þá.... síðasta færsla frá mér segir allt og öllum að myndirnar verði komnar í póst "alla vega fyrir mánudag" Svo er þó ekki og ég biðst afsökunar á því. En ég tel mig sleppa fyrir horn því ég er búin að vera með gesti um helgina ha.
Og svo í gær fór ég og sá einkasoninn skora 4 mörk og verða að hetju í fótbolta svo heim að baka hveitisnúðana sem sami einkasonur er búin að vera að væla í mér um að fá að gera með mér. (Hann kom þegar það voru 2 mínútur í að taka fyrstu plötuna úr ofninum og sagði mér að það væru 2 mínútur í snúðana HANS) fín hjálp í honum.
Og svo þegar ég var búin að kippa síðustu plötunni úr ofninum fór ég með frumburann að sækja ljós lífsins á brautar stöðina í Växjö. Var svo komin heim eftir háttatíma og fór bara að sofa... eftir að horfa á einn BL þátt..
Ég er búin að hóta frumburanum og ljósi lífsins svo rækilega með að senda hann heim og dýfa þeim í tjöru og fjaðrir og ég veit ekki hvað og hvað. Ásamt að segja þeim að eldhúsið loki yfir nóttina frá 23.00 að ég heyrði ekki í þeim í nótt. Vona ynnilega að það haldi þannig áfram. (á ekki tjöru og fjaðrir nefnilega, eeeen DO NOT TRY ME ON THIS ONE, ég redda mér tjöru og fjöðrum ef til kemur)
Byrjuð á kúrnum góða, en gleymdi víst aðalatriðinu.... að vikta mig í morgun. Ég biðst afsökunar á því.
Thursday, August 14, 2008
Allt á versta veg!
Takk elskurnar enn og aftur fyrir komuna og endilega komiði aftur sem fyrst!!
Laugarnes skvísan og ég áttum frábæra daga saman. Byrjuðum í Landskrona og eftir að hafa spjallað við heimilisfólkið sem var svo indælt að passa krúttið mitt meðan ég brunaði niður eftir skelltu stelpurnar úr laugarnesinu sér í bæinn. Þar lentum við í miklum hasar. Við vorum svo djarfar að við fórum á pöbb og fengum okkur bjór. Yfirleitt er það ekki frásögu færandi en í þetta skipti var spennan gífurleg.
Það kom ungur svartur drengur hlaupandi á harða spani inn á pöbbinn og á eftir kemur bíll. Út úr bílnum stökk snar brjálað ljón (drengur með með sítt hvítt hár) Inn hleypur ljónið og við (sem sátum úti) heyrum brambolt mikið og glös brotna. Út geysist ljónið og áfram inn í bíl. Bíllin fer öskrandi á stað og stuttu seinna kemur löggan og reynir að tala við litla sæta negra strákinn, sem er núna með handklæði um hausinn og blóðið lekandi útum allt. Negrastákurinn átti níu negrastráka vini (nei djók) en vinir hans komu og voru að rugla einhvað í löggumann sem stakk þeim beint í kjallarann (nei djók) en slasaði drengurinn hljóp frá löggunni og hinir hurfu á brott.
Löggi gat ekki annað en af pantað sjúkrabílinn og fór svo með trölla skottið sitt á milli lappanna inn í bíl og hvarf á brott illskeyttur mjög.
Við stöllur lölluðum heim og restin af dvölinni var öllu rólegri. Við versluðum í risa molli á akkorði í 6 klukkutíma á miðvikudaginn áður en við héldum heim í sveitina. Spjölluðum fram eftir nóttu, sváfum lengi, borðuðum góðan mat, skruppum í bæinn, fórum í bíó, löbbuðum og hlógum út í eitt og þá aðalega af prakkara strikum barnæskunnar. Þetta var mjög góð vika sem leið mjög hratt.
Góða ferð heim í dag elsku krúttið mitt. Og einu get ég lofað: ég mun aldrei borða kex með gráðuosti og bláberja sultu án þess að hugsa til þín.
Og að lokum: ÞETTA ER AÐ KOMA, ÞETTA ER AÐ KOMA, ÞETTA ER AÐ KOMA, Ég kem öllum myndum á mail til ykkar í kvöld eða alla vega fyrir mánudag . Takk aftur fyrir æðislegar heimsóknir dúllurnar mínar!
Wednesday, August 13, 2008
Really cool people.......
Thursday, August 7, 2008
Listinn
1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.
2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.
3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að
því
þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus . (eða á facebook eða sérstaklega ekki á msn #viðbót blogghafa#)
4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta
bara
á takkann á sjónvarpinu.
6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.
7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.
8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.
9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.
10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.
11. Svo hlærðu af heimsku þinni.
12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri
einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ... Aha ekkert svona fyrst að þú
féllst
fyrir þessu.
Sendu þetta á vini þina, á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri
einhverstaðar innan 2 mínútna og 14 sek eða minna og morgundagurinn þinn
verður besti dagur sem þú hefur upplifað .. hingað til!
En, ef þú bíður of lengi,
mun það ekki skipta neina því hverjum er ekki sama svona lista ... En
vinir þínar munu missa af frábæri skemmtun
(Takk Magga, og nú bíð ég eftir að það verði morgun og skemmtilegasti dagur lífs míns!)
Tuesday, August 5, 2008
Vetraúlpan
Sunday, August 3, 2008
Allt í steik
Saturday, August 2, 2008
Svefnleysi hefur áhrif á fólk
Thursday, July 31, 2008
Svef hinna réttlátu
Ég get ekki beðið eftir að losna við þau. Búin að panta lestarmiða á laugardaginn og mun svo selja húsið og flytja áður en þau koma til baka. Ef ég er heppin og læt hvergi skrá mig þá finnur hún mig ekki.
Nei ég segi svona. Sel nú kannski ekki húsið, skipti bara um lás.
Nú er stutt í Hröbbu krútt. Hún ætlar að færa mér vænann reyktan sauð, og þá getum við einka sonurinn kjamsað á honum ásamt uppstúf og karteflum. Nammi gott.
Það er sami viðurstyggðar hitinn hér en þessu á víst að linna um helgina. Vona samt að æskuvinkonan fá gott (þó ekki of heitt) veður. Þá verður nefnilega farið í skógar labbitúra útum allar trissur. Ekki minnst hundarin munu njóta þess í botn.
Tuesday, July 29, 2008
Væl og tuð
Ég má nú bara ekki missa svona mikinn svefn. Guði sé lof og dýrð að ég er í fríi á morgun og get sofið út. Það dettur nefnilega allt í dúna logn uppúr fimm á morgnana. Enda þá að koma morgun og svefn tími fyrir unglinga. Aumingja eiginn maðurinn elskulegur sem á eftir heila svona vinnu viku.
Næstu helgi halda þau svo heim til hans og halda hans fjölskyldu vakandi á næturnar. Þá getum við sofið heima hjá okkur. Sem betur fer voru þau hjá honum meðan Moli og dúllu dúskur voru í heimsókn því Mola hefði ekki verið skemmt. Hlusta á þau alveg þangað til Dúllus vaknar um sex, nei það hefði ekki verið ú je!
Ég hata veðrið hér, heitt eins og í helvíti með hita skúrum og þrumuveðri. Kannski hefur einhver gaman af þessu en það er þá ekki ég.
Man ekki eftir fleiru til að væla yfir svo ég er bara hætt.
Monday, July 28, 2008
Ferðafólkið.....
Hingaðtil er ég búin að finna sokkapar í stærð 20 og samfellu Dúllu dúskur á þetta náttúrlega enda sá eini sem kemst í þetta. En ég bíð með að senda þetta ef ske kynni að ég finni einhvað meira.
Nú vinn ég í rúma viku eða til 6 ágúst og svo fer ég í smá frí með Habby minni. Hlakka mikið til að sjá hana. Fer til mömmu eftir vinnu þriðjudaginn 5 ágúst og sæki svo krúttuna mína í Malmö á miðvikudaginn. Verst bara hvað hún er mikil hollustu skotta.... verð að hafa eintómann hollann mat, en það getur verið að ég hafi gott af því bara. (Efins!)
Saturday, July 26, 2008
Mola tetur og Dúllu dúskur
Gautaborg var fín og strákarnir okkar duglegir. Þó gékk nú ekki sérlega vel, enda mörg lið mjög dugleg. En þeir eru ánægðir með sitt. Það gékk alveg ágætlega að vera með hundana í litla bústaðnum. Timmy er vanur ýmsu svona og ég vissi að það yrði ekkert mál að hafa hann með. Sirocco aftur var ég óviss um. En þetta gékk allt vel.
Skrifa meira seinna........
Friday, July 11, 2008
Boston Legal
Þannig að núna er ég bara búin að taka þættina á leigu í Internet leigunni minni. http://www.lovefilm.se/splash2.do?show=default
Það eru 4 þættir á hverri dvd og í gær náði ég að horfa á 6 fyrstu þættina af fyrstu syrpunni. Ég held að það sé verið að sýna syrpu 7 eða 8 núna svo ég mun hafa nóg að gera í sumar. Eins gott að maður eigi sér ekkert líf þegar maður þarf að horfa svona mikið á tv.
Síðasti vinnudagurinn fyrir sumarfrí númer 2. Leggjum af stað til Gautaborgar á sunnudaginn. Frumburinn og vinkona hennar koma með og frumbura viðhengið kemur á mánudaginn. Hann tekur svo frumburann með sér heim til sín á fimmtudaginn. Nóg að gera hjá þeim. Einkasonurinn fer og verður alveg með liðinu sínu og við munum ekki sjá hann neitt nema meðann hann er að spila.
Vona að þetta verði góð ferð bara og að strákarnir rúlli öllum hinum strákunum upp.
Tuesday, July 8, 2008
Vá, ekki neitt smá einmannalegt....
Góðir punktar:
Það var ekki byrjað að rigna klukkan 6.15 þegar ég fór í labbitúr með hundana!
Ég hef nóg að gera í mánaðar uppgjörinu í allann dag!
Síminn er ekki að trufla mig!
Dagarnir líða hratt og ég er alveg að fara í sumarfrí!
Kræst ég heyri í fax tækinu...... getur verið pöntun en trúlegra er að það sé verið að bjóða okkur að kaupa einhvað.....
Monday, July 7, 2008
Dææææs
Það er heldur farið að styttast í að Moli komi og þess vegna ætla ég að taka miðvikudaginn í að ryksuga allt húsið. Ekki vegna Mola svosem heldur vegna Dodda skriðdreka sem ég hef grunaðann um að vera rosa ryk safnari.
Á eftir að tala aftur við fólkið í baby proffsen sem ætlar að leigja mér barnabílstól og ath hvort þau geti hjálpað mér að setja hann í bílinn minn á laugardaginn þegar ég er komin frá Gautaborg.
Jú jú þetta var nú bara minsta málið. Sæki stólinn og fæ hann í settan laugardaginn 19. júlí og skila honum svo bara eftir vinnu á mánudaginn, vikunni þar á eftir. Ekki var þetta neitt sérlega dýrt heldur 200 kall fyrir viku. Allt reddað og klárt. Líka búið að búa um þau bæði uppi í gesta herbergi. Skrúfa saman rúmmið hans Dodda, finna dýnuna og þvo rimla hlífina. Baxa matarstólnum út úr skáp og pússa þetta allt og þrífa. Þetta er nú bara allt að koma nema þá helst þau sem koma ekki fyrr en 21 júlí. Hvaða rugl er það.
Svo er búið að skipa mér að semja óska lista, og hann er svona:
2-45 lifrapylsu keppi (verð alveg í góðum málum með 3)
2-26 bréf af hangikjöti (plumma mig með 3)
2 pakka af flatkökum
1/2-1 kíló af reyktri ýsu
2 kassa eða svo af Hraunbitum
1-17 kg af lakkrís (1-2 alveg í frábærasta lagi og meira en gjarna afganga úr verksmiðjunni í Hafnarfirði) ((gott ef mér finnst það ekki best, ef þú átt erindi þarna upp í sveit)) (((Jú, Hafnarfjörður er lengst uppi í sveit í mínum huga)))
1 Taðreykt hrossabjúga skaltu endilega láta fljóta með. Ekki minnst fyrir þá sök að öllum finnst svo góð lykt af því meðan ég síð það NOT
Vertu ekki að koma með kjamma, ég ét það ekki. (skrýtið náttúrlega miðað við hvað ég er dugleg að borða)
2-4 pakkar af SS pulsum mundu kæta mig mikið.
Og svo finnst mér þetta komið ansi gott. Ekki nóg með að þetta sé um 9 kg þetta ætti að geta sett hvern sem er á hausinn.
Mér var sagt að senda þetta í net pósthólfið en ég hlýði því ekki neitt frekar en öðru sem mér er sagt að gera!